Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2010

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra flutti ávarp en hún lagði áherslu á gildi náttúruverndarmála og mikilvægi stofnunarinnar í þeim málaflokki. Ræða ráðherra

Jón Gunnar Ottósson forstjóri Náttúrufræðistofnunar fjallaði um starfsemi stofnunarinnar, fjárhag hennar og nýtt húsnæði. Hann endaði á því að tala um Náttúrufræðistofnun og hið Nýja Ísland. Hann benti viðstöddum jafnframt á að ítarlega er fjallað um þessi mál og önnur í ársskýrslum stofnunarinnar. Ávarp forstjóra og ársskýrslur NÍ



Gos á Fimmvörðuhálsi (kl. 19:17). Ljósm. Kristján Jónasson. Myndirnar spanna 8 sekúndur.



Gos á Fimmvörðuhálsi (kl. 19:17). Ljósm. Kristján Jónasson. Myndirnar spanna 8 sekúndur.

Umhverfisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, flytur ávarp sitt á ársfundi Náttúrufræðistofnunar 2010. Ljósm. Kjartan Birgisson. Forstjóri Náttúrufræðistofnunar, Jón Gunnar Ottósson, ávarpar fundinn. Ljósm. Kjartan Birgisson.

Jón Ágúst Jónsson flutti ávarp fulltrúa náttúrustofanna og Árni Hjartarson flutti ávarp formanns Hins íslenska náttúrufræðifélags. Sigurður H. Magnússon fjallaði um miðhálendið og hvernig vistgerðarannsóknir veita nýja sýn, Kristinn H. Skarphéðinsson fjallaði um verðmætar vistgerðir og mikilvæg fuglasvæði við rætur Hofsjökuls, Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir flutti erindið „Þeir koma rétt upp til að æxlast – líffræðileg fjölbreytni sem felst í fungu Íslands“, Guðmundur Guðmundsson kynnti tegundafjölbreytni á sjávarbotni á Íslandsmiðum og Kristján Jónasson fjallaði um verndargildi eldvirkra svæða á Íslandi með áherslu á Kröflu og Gjástykki.



Gos á Fimmvörðuhálsi (kl. 19:17). Ljósm. Kristján Jónasson. Myndirnar spanna 8 sekúndur.



Gos á Fimmvörðuhálsi (kl. 19:17). Ljósm. Kristján Jónasson. Myndirnar spanna 8 sekúndur.

Mjög góð mæting var á fundinn. Ljósm. Kjartan Birgisson. Nokkrar umræður spunnust á ársfundinum. Ljósm. Kjartan Birgisson.