Fréttir

 • 27.04.2010

  Málþing til heiðurs Ingva Þorsteinssyni

  Málþing til heiðurs Ingva Þorsteinssyni

  27.04.2010

  Náttúrufræðingurinn Ingvi Þorsteinsson fagnar um þessar mundir áttatíu ára afmæli. Ingvi hefur um áratuga skeið helgað störf sín gróðurvernd og landgræðslu og var hann m.a. einn af stofnendum Landverndar og sat þar lengi í stjórn. Ennfremur átti hann frumkvæði að stofnun Gróðurs fyrir fólk í Landnámi Ingólfs. Þekktastur er Ingvi fyrir að hafa haft veg og vanda að kortlagningu gróðurs á Íslandi og Grænlandi. Margar greinar og rit um landgræðslu, gróðurvernd og önnur náttúruverndarmál liggja eftir Ingva. Náttúrufræðingurinn Ingvi hefur alla tíð sinnt sínum störfum af mikilli ástríðu og hefur hann öðrum fremur haft lag á að hrífa með sér fólk málstað náttúruverndar til framdráttar.


  Málþingið verður haldið í Norræna húsinu fimmtudaginn 29. apríl kl. 14:00.

 • 26.04.2010

  Hvað gerir eldgosið í Eyjafjallajökli sérstakt?

  Hvað gerir eldgosið í Eyjafjallajökli sérstakt?

  kj_eyjafjallajokull

  26.04.2010

  Hversvegna hafa önnur eldgos á Íslandi ekki truflað flugumferð? Þetta er önnur tegund af eldgosi.

 • 26.04.2010

  Villisveppir á barrnálabeði

  Villisveppir á barrnálabeði

  26.04.2010


  Hvað gerist þegar sveppafræðingur skreppur út í skóg með körfu og beittan hníf undir því yfirskini að safna sér sveppum í matinn til vetrarins? Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, mun flytja erindi um sveppavertíðina 2009 á Akureyri næstkomandi miðvikudag.

 • 23.04.2010

  Hrafnaþing 28. apríl: Sameindaerfðafræði notuð til að meta líffræðilega fjölbreytni

  Hrafnaþing 28. apríl: Sameindaerfðafræði notuð til að meta líffræðilega fjölbreytni

  23.04.2010

  Kristinn P. Magnússon líffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun flytur erindi sitt „Sameindaerfðafræði notuð til að meta líffræðilega fjölbreytni“ miðvikudaginn 28. apríl næstkomandi.

 • 19.04.2010

  Náttúruverndarþing: Náttúruvernd á krossgötum - vörn og sókn

  Náttúruverndarþing: Náttúruvernd á krossgötum - vörn og sókn

  19.04.2010

  Náttúru- og umhverfisverndarsamtök á Íslandi boða til náttúruverndarþings í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð laugardaginn 24. apríl nk. kl. 10.00-15.30. Náttúruverndarþing er haldið til að leiða saman alla þá sem hafa áhuga á umhverfis- og náttúruverndarmálum. Markmiðið er að skapa öflugan grundvöll samstarfs og umræðu um málefni og baráttuaðferðir náttúruverndarfólks og náttúruverndarsamtaka á Íslandi.

 • 19.04.2010

  Vöktun fiðrilda undir áhrifum eldsumbrota

  Vöktun fiðrilda undir áhrifum eldsumbrota

  19.04.2010


  Föstudaginn 16. apríl, fyrsta dag 16. viku ársins, hófst fiðrildavöktun Náttúrufræðistofnunar Íslands í 16. sinn. Aðstæður að þessu sinni eru aðrar en áður þar sem þrjár vöktunarstöðvar eru í næsta nágrenni eldstöðvanna í Eyjafjallajökli. Fróðlegt verður að sjá hvort áhrifa af eldvirkninni gæti á stofna fiðrilda í sumar en ekki er ólíklegt að öskufall geti sett strik í þeirra reikning.

 • 09.04.2010

  Stöðva á útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils - fréttatilkynning

  Stöðva á útbreiðslu alaskalúpínu og skógarkerfils - fréttatilkynning

  09.04.2010


  Hætta á dreifingu alaskalúpínu í landinu nema á skilgreindum landgræðslu- og ræktunarsvæðum og í ár þarf að hefja starf við að uppræta alaskalúpínu og skógarkerfil á svæðum ofan 400 metra hæðar, í þjóðgörðum og öðrum friðlýstum svæðum. Þetta eru meðal tillagna sem Landgræðsla ríkisins og Náttúrufræðistofnun Íslands leggja fram í skýrslu sem stofnanirnar hafa skilað Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra. Tillögurnar miða að því að takmarka tjón af völdum alaskalúpínu og skógarkerfils í íslenskri náttúru en jafnframt að nýta kosti lúpínu við landgræðslu á rýrum svæðum.