Ferðir og vetrarstöðvar íslenskra hrafnsanda rannsakaðar

09.07.2010

Hrafnsendur eru með sjaldgæfustu öndum sem verpa á Íslandi. Þær er fyrst og fremst að finna á Mývatni og öðrum viðlíka votlendissvæðum í Þingeyjarsýslum. Náttúrufræðistofnun Íslands, Danmarks Miljøundersøgelser (NERI) og British Antarctic Survey (BAS) hófu rannsóknir á stofninum í Aðaldal á síðasta ári. Í ljós kom að íslensku fuglarnir höfðu margir hverjir haldið sig norðar en rannsóknir höfðu áður bent til.

Hrafnsendur, tveir steggir og kolla. Mývatn, 27. maí 2006. Ljósm. Daníel Bergmann.

Í ljós kom að íslenskar hrafnsendur héldu sig á ýmsum strandsvæðum frá NV-Írlandi, við Vestureyjar, vestur- og austurströnd Skotlands, og vesturströnd Wales, ásamt suðurhluta Bretlands niður til Portúgals. Eldri rannsóknir bentu til þess að íslenskar hrafnsendur héldu sig á svæðinu frá suðurströnd Englands og við strendur Spánar og Portúgals.

Nánar má lesa um niðurstöður rannsóknanna á vef Náttúrufræðistofnunar.