Skógarkerfill - Norðmenn farnir að sporna gegn útbreiðslu hans
Skógarkerfill hefur víða breiðst út á Íslandi á undanförnum árum. Fram undir 2005 kvað mest að honum í Eyjafirði og á höfuðborgarsvæðinu en nú er hann einnig orðinn allútbreiddur á Suðurlandi og á Vestfjörðum. Kerfillinn skýtur stöðugt upp kollinum á nýjum stöðum og er tekinn að setja svip á gróðurfar. Það er ekki bara á Íslandi sem skógarkerfillinn veldur áhyggjum hvað varðar aukna útbreiðslu, heldur einnig m.a. í Noregi, en þar í landi er verið að hefja rannsóknir á tegundinni með það að markmiði að reyna að hemja útbreiðslu hennar.

Nánar má lesa um skógarkerfil á vef Náttúrufræðistofnunar, í Plöntuvefsjá stofnunarinnar og í nýútkominni skýrslu sem Náttúrufræðistofnun og Landgræðsla ríkisins gerðu fyrir umhverfisráðherra.
Grein um skógarkerfilinn birtist í Aftenposten 5. júlí sl.