Fréttir
-
30.09.2010
Arfleifð Darwins: þróunarfræði, náttúra og menning
Arfleifð Darwins: þróunarfræði, náttúra og menning
30.09.2010
Bókin Arfleifð Darwins: þróunarfræði, náttúra og menning kemur út nú um mánaðamótin. Bókin er gefin út til að minnast þess að árið 2009 voru 200 ár frá fæðingu Charles Darwin og 150 ár síðan hann gaf út tímamótarit sitt Uppruni tegundanna.
-
29.09.2010
Fiðrildi á Vísindavöku 2010
Fiðrildi á Vísindavöku 2010
29.09.2010
Mörg hundruð manns sóttu bás Náttúrufræðistofnunar Íslands á Vísindavöku í lok september. Yfirskrift sýningarinnar var Á vængjum fögrum - Fiðrildi og var þar kynning á fiðrildum á Íslandi, bæði íslenskum fiðrildum og fiðrildum sem eru slæðingar eða flækingar - berast til landsins með vindum eða varningi. Kynnt var verkefni um vöktun fiðrilda sem staðið hefur yfir hjá Náttúrufræðistofnun frá því á árinu 1995. Hægt var að skoða ýmis fiðrildi á staðnum, stór sem smá, innlend jafnt sem erlend. Ýmislegt var í boði fyrir börnin og skordýrafræðingur stofnunarinnar, Erling Ólafsson, var á staðnum til að svara spurningum gesta.
-
27.09.2010
Nýir fundarstaðir skollabers og rauðberjalyngs
Nýir fundarstaðir skollabers og rauðberjalyngs
27.09.2010
Staðfestur hefur verið nýr fundarstaður skollabers Cornus suecica í landi jarðarinnar Keldulands á Skaga. Rauðberjalyng Vaccinium vitis-idaea fannst síðan í byrjun september á Langanesströnd, sem er nýr fundarstaður þess.
-
21.09.2010
Náttúrufræðistofnun Íslands tekur þátt í Vísindavöku
Náttúrufræðistofnun Íslands tekur þátt í Vísindavöku
21.09.2010
Náttúrufræðistofnun Íslands tekur þátt í Vísindavöku Rannís nk. föstudag, 24. september. Yfirskrift sýningarinnar er Á vængjum fögrum - Fiðrildi og verður þar kynning á fiðrildum á Íslandi, bæði íslenskum fiðrildum og fiðrildum sem eru slæðingar eða flækingar - berast til landsins með vindum eða varningi. Kynnt verður verkefni um vöktun fiðrilda sem staðið hefur yfir hjá Náttúrufræðistofnun frá því á árinu 1995. Hægt verður að skoða ýmis fiðrildi á staðnum, stór sem smá, innlend jafnt sem erlend. Ýmislegt verður í boði fyrir börnin og skordýrafræðingur stofnunarinnar, Erling Ólafsson, verður á staðnum til að svara spurningum gesta.
-
20.09.2010
Fyrsta alheimsráðstefnan um sjófugla haldin í Kanada - starfsmaður Náttúrufræðistofnunar hlaut verðlaun fyrir veggspjald
Fyrsta alheimsráðstefnan um sjófugla haldin í Kanada - starfsmaður Náttúrufræðistofnunar hlaut verðlaun fyrir veggspjald
20.09.2010
Fyrsta alheimsráðstefnan um sjófugla var haldin í Victoria í Kanada fyrr í þessum mánuði. Freydís Vigfúsdóttir, líffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun og doktorsnemi við University of East Anglia í Bretlandi, hlaut verðlaun fyrir veggspjald sitt þar sem fjallað er um rannsóknir á íslensku kríunni.
-
15.09.2010
Fiðrildi berast á þöndum vængjum til landsins
Fiðrildi berast á þöndum vængjum til landsins
15.09.2010
Ekkert varð vart við flækingsfiðrildi á landinu okkar í sumar enda veðurblíða einstök og ekki veður til hrakninga. Það var ekki fyrr en nú viku af september að til tíðinda bar. Fiðrildi af ýmsum tegundum tóku þá að berast til landsins með hlýjum loftstraumum, e.t.v. langt úr suðri komin.
-
14.09.2010
Heimsþekktur þróunarfræðingur á málþingi um þróun menningar og framtíð Íslands
Heimsþekktur þróunarfræðingur á málþingi um þróun menningar og framtíð Íslands
14.09.2010
Hinn virti þróunarfræðingur dr. David Sloan Wilson flytur aðalfyrirlestur á málþinginu Þróun menningar og framtíð Íslands sem haldið verður í fyrirlestrasal Þjóðminjasafnsins miðvikudaginn 15. september kl. 12:10-15:00. Á málþinginu verður fjallað um menningu og mannlegt samfélag út frá kenningum Darwins og þróunarfræði og hefst það með hádegisfyrirlestri Wilsons.
-
14.09.2010
Steypireyðurin komin suður yfir heiðar
Steypireyðurin komin suður yfir heiðar
14.09.2010
Eftir að steypireyði rak á land í lok ágúst í landi Ásbúða á Skaga var vinna hafin við að hreinsa holdið af beinum hennar með aðstoð gröfu og heimamanna undir stjórn Þorvaldar Björnssonar hamskera hjá Náttúrufræðistofnun. Nú er beinagrindin komin suður yfir heiðar.
-
10.09.2010
Frjómælingar í Reykjavík og á Akureyri í ágúst 2010
Frjómælingar í Reykjavík og á Akureyri í ágúst 2010
10.09.2010
Í heild var frjófjöldi vel undir meðaltali í ágúst bæði á Akureyri og í Reykjavík en í Reykjavík reyndist heildarfjöldi frjókorna sá næst lægsti í 23 ár.
-
03.09.2010
Steypireyður verður varðveitt á Náttúrufræðistofnun
Steypireyður verður varðveitt á Náttúrufræðistofnun
03.09.2010
Sá einstaki atburður átti sér stað í síðustu viku að steypireyði rak á land í landi Ásbúða á Skaga en heila steypireyði hefur afar sjaldan rekið hér á land. Engin beinagrind er til af steypireyði í landinu og örfáar til í heiminum og er rannsókna-, sýninga- og fræðslugildi því verulegt.