Ráðstefna um átaksverkefni í minkaveiðum og framtíð minkaveiða


Minkur ©Jóhann Óli Hilmarsson

Umsjónarnefnd með minkaveiðiátaki boðar til ráðstefnu um árangur átaksins, rannsóknir og framtíðarsýn um fyrirkomulag minkaveiða í ljósi þeirra upplýsinga sem verkefnið hefur dregið fram. Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel, 14. mars 2011, kl. 13-16.

Tilgangur ráðstefnunnar er annars vegar að kynna árangur verkefnisins og niðurstöður rannsókna og hins vegar að velta upp spurningum um framtíðarfyrirkomulag minkaveiða. Ráðstefnan verður send út á netinu. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Drög að dagskrá:

  • Ávarp umhverfisráðherra, Svandísar Svavarsdóttur.
  • Átaksverkefni um útrýmingu minks. Hugi Ólafsson, formaður umsjónarnefndar.
  • Framkvæmd veiðiátaks. Arnór Þ. Sigfússon, umsjónarmaður veiðiátaks.
  • Rannsóknir í tengslum við átakið. Róbert Stefánsson, líffræðingur.
  • Mat á árangri átaksverkefnisins. Páll Hersteinsson, prófessor.
  • Sjónarmið veiðimanna
  • Pallborð. 
    Hvert á að vera framtíðarfyrirkomulag minkaveiða á Íslandi í ljósi niðurstöðu átaksverkefnisins?
    Þátttakendur: Páll Hersteinsson prófessor og fulltrúar frá Bændasamtökum Íslands, Félagi atvinnumanna í refa- og minkaveiðum, Landssambandi veiðimanna, Náttúrufræðistofnun Íslands, Umhverfisstofnun og fleirum.