Fornleifarannsókn á Urriðakoti á Hrafnaþingi
17.05.2011
Fornleifarannsóknir hafa staðið yfir á Urriðakoti á síðustu árum vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu. Urriðakot á sér ekki langa sögu í heimildum en bæjarins er fyrst getið á 16. öld. Átti því enginn von á því þarna myndu koma í ljós svo umfangsmiklar minjar sem raun ber vitni.

Fornleifar í Urriðakoti ©RT
Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur flytur erindi sitt Fornleifarannsókn á Urriðakoti á Hrafnaþingi miðvikudaginn 18. maí kl. 15:15 í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ (sjá kort).
Eftir fyrirlesturinn býður Ragnheiður upp á gönguferð að fornleifunum.
Verið velkomin á Hrafnaþing!