Fréttir
-
30.06.2011
Reglur um innflutning, ræktun og dreifingu útlendra plöntutegunda
Reglur um innflutning, ræktun og dreifingu útlendra plöntutegunda
30.06.2011
Þrjár mikilvægar breytingar hafa verið gerðar á undanförnum mánuðum á reglugerð um innflutning, ræktun og dreifingu útlendra plöntutegunda. Hæðarmörk á ræktun útlendra tegunda hafa verið færð niður í 400m, tegundir sem teljast íslenskar hafa verið skilgreindar og birtur hefur verið listi yfir 15 plöntutegundir sem óheimilt er að flytja til landsins.
-
28.06.2011
Hvítabirnan úr Rekavík
Hvítabirnan úr Rekavík
28.06.2011
Rannsóknum á hvítabirnunni sem felld var í Rekavík 2. maí s.l. er að mestu lokið. Aldursgreiningar, sem byggja á talningu árhringja á tannrótum, sýna að birnan var ríflega þriggja ára. Fituforði hennar var ekki nema um 5% af líkamsþyngd sem er óeðlilega lítið miðað við árstímann.
-
24.06.2011
Ritröðin Acta Naturalia Islandica á rafrænu formi
Ritröðin Acta Naturalia Islandica á rafrænu formi
24.06.2011
Acta Naturalia Islandica var gefið út af Náttúrufræðistofnun Íslands á árunum 1946 til 1995. Útgáfan hefur nú verið skönnuð og gerð aðgengileg á vef stofnunarinnar.
-
14.06.2011
Rjúpnatalningar 2011 - Fréttatilkynning
Rjúpnatalningar 2011 - Fréttatilkynning
14.06.2011
Rjúpnatalningar Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2011 sýna fækkun um nær allt land. Rjúpnastofninn á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum var í hámarki vorið 2010. Fækkunin er hröð sérstaklega á Norðausturlandi þar sem stofninn helmingaðist á milli ára. Á Suður-, Suðvestur- og Vesturlandi virðist stofninn hins vegar hafa verið í hámarki vorið 2009. Þar sýna talningar nú fækkun eða kyrrstöðu 2010 til 2011. Samandregið fyrir öll talningasvæði var meðalfækkun rjúpna 26% á milli áranna 2010 og 2011. Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins mun liggja fyrir í ágúst í kjölfar mælinga á varpárangri rjúpna, afföllum 2010 til 2011 og veiði 2010.
-
06.06.2011
Áhrif öskufalls á lífríki í Vestur-Skaftafellssýslu eftir Grímsvatnagos
Áhrif öskufalls á lífríki í Vestur-Skaftafellssýslu eftir Grímsvatnagos
06.06.2011
Dagana 30.–31. maí 2011 fóru tveir sérfræðingar frá Náttúrufræðistofnun Íslands, þeir Erling Ólafsson skordýrafræðingur og Sigurður H. Magnússon gróðurvistfræðingur, í skoðunarferð um öskusvæðið í Vestur-Skaftafellssýslu. Tilgangurinn var að kanna öskufall eftir nýafstaðið Grímsvatnagos og huga að gróðri, smádýralífi og fuglalífi á öskusvæðinu.
-
03.06.2011
Erfðarannsóknir á fálkum
Erfðarannsóknir á fálkum
03.06.2011
Íslenski fálkastofninn (Falco rusticolus) er lítill og einangraður stofn en stofnbreytingar fálkans hafa verið vaktaðar í um þrjátíu ár. Sýnt hefur verið fram á að lítill erfðabreytileiki minnkar líkur stofna á að lifa af snöggar breytingar í umhverfinu. Mat á erfðabreytileika er því mikilvægt fyrir stofna í yfirvofandi hættu.