Fjórða hefti fléttuflóru Norðurlanda komið út

Af Íslands hálfu er Starri Heiðmarsson, fagsviðstjóri grasafræði hjá Náttúrufræðistofnun, í ritnefnd flórunnar.

Flóran er skrifuð af 13 sérfræðingum og er fjallað 152 tegundir sem dreifast á 41 ættkvísl og finnast 66 tegundanna hérlendis. Um hefðbundna flóru er að ræða þar sem nálgast má greiningarlykla auk nákvæmra lýsinga á einstökum tegundum, heiti tegundanna á norðurlandamálunum og kort er sýna útbreiðslu á Norðurlöndunum. Vandaðar litmyndir eru af öllum tegundunum sem fjallað er um.

Flóruna er hægt að nálgast hjá sænska grasafræðifélaginu og kostar (án póstburðargjalds) 275 sænskar krónur.