Fréttir
-
31.10.2011
Blávatn á Hrafnaþingi
Blávatn á Hrafnaþingi
31.10.2011
Hilmar Malmquist, líffræðingur og forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs, flytur erindi um Blávatn, nýjasta vatn landsins, á Hrafnaþingi miðvikudaginn 2. nóvember.
-
25.10.2011
Fylgifiskar innfluttra pottaplantna
Fylgifiskar innfluttra pottaplantna
25.10.2011
Af og til hefur skordýrafræðingur Náttúrufræðistofnunar Íslands bent á að innflutningur pottaplantna til landsins er ekki án áhættu fyrir lífríki náttúrunnar okkar. Þó ekki hafi farið fram sérstakar rannsóknir þessu tengdar þá liggja fyrir staðreyndir sem sýna að á þennan hátt berast til landsins smádýr ýmiss konar og sitthvað annað smátt sem lífsanda dregur. Nýlegt dæmi er sláandi.
-
24.10.2011
Garðaklaufhali styrkir stöðu sína
Garðaklaufhali styrkir stöðu sína
24.10.2011
Ýmsum nýjum landnemum úr ríki smádýranna vegnar vel hér hjá okkur um þessar mundir. Einn þeirra er garðaklaufhalinn sem hafði verið reglulegur laumufarþegi með varningi til landsins þar til breyttar og hagstæðari aðstæður gerðu honum kleift að nema hér land og festa sig í sessi. Undanfarið hefur hann gert ærlega vart við sig í Hafnarfirði.
-
19.10.2011
Niðurstöður frjómælinga 2011
Niðurstöður frjómælinga 2011
19.10.2011
Niðurstöður frjómælinga árið 2011 hafa verið birtar á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands. Aldrei hafa verið fleiri frjókorn í lofti yfir Reykjavík en í ár og á Akureyri mældust þau yfir meðallagi.
-
17.10.2011
Verndun jarðminja á Hrafnaþingi
Verndun jarðminja á Hrafnaþingi
17.10.2011
Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur á Náttúrufræðistofnun, mun flytja erindi um verndun jarðminja á Hrafnaþingi miðvikudaginn 19. október.
-
07.10.2011
Náttúrufræðistofnun auglýsir fjögur störf laus til umsóknar
Náttúrufræðistofnun auglýsir fjögur störf laus til umsóknar
07.10.2011
Náttúrufræðistofnun Íslands óskar eftir að ráða starfsmenn í fjórar lausar stöður. Um er að ræða þrjár stöður sem tengjast kortlagningu vistgerða á landi, í ferskvatni og fjörum á Íslandi og mati á fuglastofnum og helstu búsvæðum þeirra. Einnig er laus staða flokkunarfræðings á Akureyrarsetri stofnunarinnar.
-
06.10.2011
Íslenskir Fuglar eftir Benedikt Gröndal
Íslenskir Fuglar eftir Benedikt Gröndal
06.10.2011
Í dag, fimmtudaginn 6. október kemur út bókin Íslenskir fuglar eftir Benedikt Gröndal Sveinbjarnarson (1826–1907). Bókin er eitt af helstu verkum Benedikts en hefur verið nánast óþekkt, jafnt meðal almennings sem fræðimanna, og er nú gefin út í fyrsta sinn. Í henni er birt heildaryfirlit yfir alla fugla sem sést höfðu á Íslandi svo vitað væri fram til ársins 1900 og teiknar Benedikt myndir af þeim öllum, lýsir þeim og segir frá því helsta sem um þá var vitað.
-
05.10.2011
Rjúpnaveiði minnki frá því í fyrra
Rjúpnaveiði minnki frá því í fyrra
05.10.2011
Umhverfisráðherra hefur fallist á ráðleggingar Náttúrufræðistofnunar um ráðlagða rjúpnaveiði árið 2011 upp á 31.000 fugla. Þetta eru ríflega helmingi færri fuglar en árið 2010, sem skýrist af verri stöðu rjúpnastofnsins. Með því að deila ráðlagðri veiði á fjölda skráðra rjúpnaveiðimanna undanfarin ár má þannig gera ráð fyrir um 6 rjúpum á hvern veiðimann.
-
03.10.2011
Efnistaka og efnistökumöguleikar í Eyjafirði
Efnistaka og efnistökumöguleikar í Eyjafirði
03.10.2011
Töluverðir framtíðarmöguleikar eru á töku byggingarefnis á Eyjafjarðarsvæðinu. Þá er efnistaka hugsanleg á sjávarbotni í firðinum en frekari jarðfræðirannsóknir eru nauðsynlegar áður en hægt er að skera úr um hvort þeir möguleikar séu raunhæfir. Þetta kemur fram í nýlegri skýrslu Náttúrufræðistofnunar um efnisnám og efnistökumöguleika á Eyjarfjarðarsvæðinu sem unnin var fyrir Samvinnunefnd um Svæðisskipulag Eyjafjarðar. Í skýrslunni er yfirlit um helstu efnistökumöguleika í sveitarfélögum á svæðinu, rætt um gerð og gæði efnis í hinum ýmsu jarðmyndunum og bent á þá þætti sem takmarkað gætu efnisnám.