Frjótölur í Garðabæ með hærra móti það sem af er sumri


Nýútsprungið gras. Ljósm. Margrét Hallsdóttir.

Heildarfjöldi grasfrjóa í Garðabæ það sem af er sumri er komin langt yfir heildarfjöldann 2011 og 2012. Það er erfitt að segja hvert framhaldið verður, líklega má þó búast við að frjótala grasa geti rokið upp á góðviðrisdögum í ágúst. Síðastliðin tvö ár hefur þó frjótala grasa haldist fremur lág frá 20. ágúst en þrátt fyrir lágar frjótölur gætu grasfrjó mælst fram í miðjan september.

Sjá nánar yfirlit júlí mánaðar.