Grein um aðfluttar plöntur á Íslandi vekur athygli
07.01.2014

Alaskalúpína.
Síðla ársins 2013 birtist í alþjóðlega vísindaritinu „Flora“ grein eftir sérfræðinga Náttúrufræðistofnunar Íslands um niðurstöður rannsókna á aðfluttum plöntum í flóru Íslands. Greinin vermir nú 2. sæti lista yfir mest sóttu greinar vísindaritsins síðastliðna 90 daga.
Greinin nefnist „Alien vascular plants in Iceland: Diversity, spatial patterns, temporal trends, and the impact of climate change“. Höfundar hennar eru Pawel Wasowicz, Hörður Kristinsson og Ewa Maria Przedpelska-Wasowicz. Í greininni er tilvist 336 aðfluttra plöntutegunda í landinu staðfest. Nánar er fjallað um rannsóknina og greinina í frétt á vef Náttúrufræðistofnunar í nóvemberbyrjun 2013.
Greinin í fullri lengd í gegnum landsaðgang að rafrænum tímaritum.