Landnám fugla á Íslandi

17.03.2014
Hettumáfar, farfuglar að vori
Mynd: Einar Þorleifsson
Hettumáfar, farfuglar að vori.

Einar Þorleifsson náttúrufræðingur flytur erindið „Landnám fugla á Íslandi“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 19. mars kl. 15:15. 

Í fyrirlestrinum verður fjallað um landnám fugla á Íslandi. Miklar breytingar urðu á fuglalífi á Íslandi á 20. öld, fuglategundum fjölgaði um 21, en tvær gamalgrónar tegundir hættu varpi og sú þriðja dó út. Lengst af hefur hin mikla fjölgun tegunda verið skýrð út frá hlýnandi loftslagi, sem vissulega hefur gagnast ýmsum fuglum vel, þótt það sé ekki hinn ráðandi þáttur er nýjar tegundir hafa sest að.

Útdráttur

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð kl. 15:15-16:00.

Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!