Merkilegir melrakkar á Hrafnaþingi
28.04.2014

Refur.
Ester Rut Unnsteinsdóttir spendýravistfræðingur flytur erindið „Merkilegir melrakkar“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 30. apríl kl. 15:15.
Í fyrirlestrinum verður sagt frá vöktun íslenska refastofnsins en rannsóknir í samstarfi við veiðimenn hófust á níunda áratug síðustu aldar.
Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð kl. 15:15–16:00.
Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!
Að Hrafnaþingi loknu er boðið til athafnar við undirritun friðlýsinga í Garðabæ.