Vöktun mosaþembugróðurs við Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallavirkjun

Í fyrirlestrinum verður sagt frá vöktunarverkefni sem hófst sumarið 2012 sem hefur þann tilgang að kanna áhrif jarðvarmavirkjananna á Hellisheiði og Nesjavöllum á gróður í mosaþembum.

Útdráttur

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð kl. 15:15–16:00.

Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!