Góðir gestir í heimsókn á Náttúrufræðistofnun

10.06.2014
Heimsókn frá Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna
Mynd: Magnús Guðmundsson
Nemendur fræðast um kortlagningu gróðurs.

Þann 6. júní heimsóttu stofnunina 12 nemendur Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna ásamt starfsmanni skólans. Nemendurnir hafa dvalið hér á landi frá því í mars en námi þeirra lýkur í september.

Á Náttúrufræðistofnun var nemendum kynnt gróðurkortagerð og aðferðir sem beitt hefur verið við hana í gegnum árin. Nýtt stafrænt gróðurkort af miðhálendi landsins vakti sérstaka athygli þeirra og var mikið spurt út í það. Einnig var nemendum kynntar rannsóknir á ástandi úthaga, áhrifum loftslagsbreytinga og útbreiðslu alaskalúpínu.

Heimsókn frá Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna
Mynd: Magnús Guðmundsson

Frá vinstri fremri röð: Borgþór Magnússon, Osman Fuseini Ghana, Evelyn Mugume Uganda, Saidou Amadou Moussa Niger, Gerlee Puntsag Mongolia, Irene Jamilatu Yenuyet Yaro Ghana, Aboubacar Gadage Niger,  Mulubrehan Kifle Hagos Ethiopia, Godwin Poreku Ghana, Guðmundur Guðjónsson og Sigurður K Guðjohnsen. Aftari röð frá vinstri: Sumjidmaa Sainnemekh Mongolia, Mulugeta Sebhatleab Tesfay Ethiopia, Kenneth Balikoowa Uganda, Yulduzkhon Abdullaeva Uzbekistan, Halldóra Traustadóttir og Rannveig Thoroddsen.