Fréttir
-
23.10.2014
Íslenski refastofninn á niðurleið
Íslenski refastofninn á niðurleið
23.10.2014
Refum er farið að fækka hér á landi eftir samfelldan vöxt um áratugaskeið. Samkvæmt nýjasta mati voru um þriðjungi færri dýr í stofninum en þegar hann var síðast metinn árið 2010.
-
22.10.2014
Nýtt gróðurkort af Skorradalshreppi
Nýtt gróðurkort af Skorradalshreppi
22.10.2014
Náttúrufræðistofnun Íslands, í samvinnu við Skorradalshrepp, hefur unnið nýtt gróðurkort af landi sveitarfélagsins vegna viðbragðsáætlunar um gróðurelda. Gróðurkortið nær yfir allt land Skorradalshrepps að undanskildu fjalllendi ofar en 300 m y.s.
-
14.10.2014
Hnignun skóg- og kjarrlendis í Þjórsárdal á Hrafnaþingi
Hnignun skóg- og kjarrlendis í Þjórsárdal á Hrafnaþingi
14.10.2014
Hrafnaþing er heiti á fræðsluerindum Náttúrufræðistofnunar Íslands sem eru á dagskrá yfir vetrartímann og hefur dagskrá fyrir haustmisseri 2014 nú verið birt á vef stofnunarinnar. Flutt verða fimm erindi, það fyrsta miðvikudaginn 15. október. Athugið að Hrafnaþing hefst framvegis kl. 9:15.
-
11.10.2014
Rjúpnaveiði 2014
Rjúpnaveiði 2014
11.10.2014
Umhverfisráðherra hefur ákveðið fyrirkomulag rjúpnaveiða 2014 og fallist á ráðleggingar Náttúrufræðistofnunar um ráðlagða rjúpnaveiði upp á 48.000 fugla. Sölubann á rjúpum verður áfram í gildi.
-
02.10.2014
Risahvannir í íslenskri náttúru
Risahvannir í íslenskri náttúru
02.10.2014
Risahvannir hafa verið vinsælar skrautjurtir í görðum landsmanna í seinni tíð. Þær eru hins vegar varasamar því þær dreifast hratt og geta orðið alvarlegt illgresi sem erfitt er að uppræta. Þær eru enn sem komið er sjaldgæfar í villtri náttúru hér á landi en hafa þó náð að mynda stórar breiður á höfuðborgarsvæðinu og í Eyjafirði. Óheimilt er að flytja inn eða rækta risahvannir.