Fréttir

 • 27.08.2015

  Þrjú græn skref

  Þrjú græn skref

  Viðurkenning fyrir þrjú græn skref

  27.08.2015

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur staðist úttekt á fyrstu þremur af fimm Grænum skrefum í ríkisrekstri og hlaut á dögunum viðurkenningu þess efnis. Markmið með grænum skrefum er að efla vistvænan rekstur ríkisins með kerfisbundnum hætti, einkum skrifstofurekstur, og hafa þannig jákvæð áhrif á umhverfið, bæta starfsumhverfi starfsmanna og draga úr rekstrarkostnaði.

 • 25.08.2015

  Alþjóðleg ráðstefna um jarðminjavernd: VIII International ProGEO Symposium

  Alþjóðleg ráðstefna um jarðminjavernd: VIII International ProGEO Symposium

  Merki ProGEO

  25.08.2015

  Dagana 8. til 12. september næstkomandi verður haldin í Reykjavík alþjóðleg ráðstefna um vernd jarðminja (International ProGEO Symposium). Það eru evrópsku samtökin ProGEO sem standa fyrir ráðstefnunni undir yfirskriftinni „Geoconservation strategies in a changing world“. Þetta er í áttunda skipti sem ráðstefna af þessu tagi er haldin og nú í fyrsta skipti á Íslandi.

 • 11.08.2015

  Alþjóðleg ráðstefna: International Grouse Symposium

  Alþjóðleg ráðstefna: International Grouse Symposium

  Merki alþjóðlegu rjúpnaráðstefnunnar 2015

  11.08.2015

  Dagana 4. til 7. september næstkomandi verður haldin í Reykjavík alþjóðleg ráðstefna um vistfræði, nýtingu og vernd orrafugla (International Grouse Symposium). Rjúpan tilheyrir einmitt orrafuglum. Ráðstefnan er vettvangur fyrir bæði fræðimenn og  áhugamenn um líffræði orrafugla til að hittast og fjalla um þennan merkilega hóp fugla. Þetta er í þrettánda skipti sem þingið er haldið og nú í fyrsta skipti á Íslandi.