Dagur íslenskrar náttúru
14.09.2015

Kríur í varpi á Höfn í Hornafirði 27. maí 2015. Karlinn hefur fært kerlu sinni snæðing.
Dagur íslenskrar náttúru verður haldinn hátíðlegur í fimmta sinn á miðvikudag, 16. september. Í tilefni af deginum ætlar Náttúrufræðistofnun Íslands að bjóða gestum heim á starfsstöð sína í Garðabæ þar sem sérfræðingar munu segja frá sumarrannsóknum sínum í máli og myndum.
Samkoman hefst kl. 15 og er áætlað að hún standi í um klukkustund.
Dagskrá:
- Holuhraun. Kristján Jónasson jarðfræðingur og Sigurður H. Magnússon gróðurvistfræðingur.
- Gróður. Ásrún Elmarsdóttir plöntuvistfræðingur
- Fuglar. Kristinn Haukur Skarphéðinsson dýravistfræðingur
- Refur. Ester Rut Unnsteinsdóttir spendýravistfræðingur
- Smádýr. Erling Ólafsson skordýrafræðingur
- Surtsey. Erling Ólafsson skordýrafræðingur og Lovísa Ásbjörnsdóttir jarðfræðingur
Náttúrufræðistofnun Íslands í Garðabæ er staðsett að Urriðaholtsstræti 6-8
Verið velkomin!
Sjá nánar dagskrá á degi íslenskrar náttúru á vef umhverfisráðuneytis.