Frjótími senn á enda

07.09.2015
Útsprungið fjallafoxgras
Mynd: Lára Guðmundsdóttir
Útsprungið fjallafoxgras (Phleum alpinum). Ljósm. Lára Guðmundsdóttir.

Í ágúst voru frjótölur í Garðabæ og á Akureyri yfir meðallagi. Á báðum stöðum voru grasfrjó algengust. Gera má ráð fyrir að frjótíma fari senn að ljúka.

Frjótölur fyrir ágústmánuð hafa verið teknar saman. Í Garðabæ voru frjókorn í lofti alla daga mánaðarins nema þann 16. ágúst. Heildarfjöldi frjókorna mældist  696 frjó/m3, þar af voru 544 grasfrjó (78%). Þann 25. ágúst mældist 131 grasfrjó og var það í eina skiptið í mánuðinum sem frjótala grasa fór yfir 100 frjó/m3. Súrufrjó mældust 48, lyngfrjó 18 en minna var af öðrum frjóum. Alls voru borin kennsl á 15 mismunandi frjógerðir.

Á Akureyri var fremur lítið af frjókornum í lofti meiri hluta mánaðar. Frjótölur voru lágar og þegar aðeins vika var eftir af ágúst stefndi í heildarfjöldi grasfrjóa yrði með lægsta móti í ár enda höfðu frjótölur fyrir gras ekki mælst hærri en 50 . Þann 25. ágúst rauk fjöldi grasfrjóa hins vegar upp í 418 og hefur frjótala grasa ekki mælst hærri síðan mælingar hófust árið 1998. Þrátt fyrir þennan gríðarlega topp mun heildarfjöldi grasfrjóa að öllum líkindum verða undir meðallagi í sumar. Heildarfjöldi frjókorna mældist 935 frjó/m3, þar af voru 802 grasfrjó (86%). Alls var borið kennsl á 17 mismunandi frjógerðir en heildarfjöldi þeirra var fremur lágur. Súrufrjó mældust 29, furufrjó 14 en minna var um aðrar frjógerðir.

Venjulega er lítið um frjókorn í september og eru það helst grasfrjó sem mælast. Ef vel viðrar í mánuðinum gæti fjöldi grasfrjóa rokið upp þannig að þeir sem þjást af ofnæmi gætu fundið fyrir einkennum. Frjómælingar standa út september.

Frjótölur fyrir gras

Yfirlit ágúst 2015 (pdf)