Fréttir

 • 27.10.2015

  Spánarsniglarnir láta loksins sjá sig

  Spánarsniglarnir láta loksins sjá sig

  Spánarsniglar í Reykjavík 2015

  27.10.2015

  Ólíkt því sem búist var við létu spánarsniglar ekkert á sér kræla í sumar. Gengi þeirra hefur heldur verið á uppleið undanfarin sumur en í ár var örvænting farin að hreiðra um sig, því ekkert bólaði á sniglunum. En loksins er það komið í ljós, þeir höfðu það af!

 • 19.10.2015

  Hrafnaþing hefst á ný

  Hrafnaþing hefst á ný

  Mófeti í Þórsmörk í júní 2010

  19.10.2015

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands hefst að nýju eftir hlé miðvikudaginn 21. október. Það er Erling Ólafsson skordýrafræðingur sem flytur fyrsta erindi haustsins og nefnist það „Smádýr í öskufalli frá Eyjafjallajökli 2010.“

 • 15.10.2015

  Vegna verkfalla SFR

  Vegna verkfalla SFR

  15.10.2015

  Tveggja sólarhringa skyndiverkfall SFR hófst á miðnætti og stendur það yfir í dag, 15. október, og á morgun, 16. október. Annað verkfall er boðað mánudaginn 19. október og þriðjudaginn 20. október. Hluti starfsmanna Náttúrufræðistofnunar Íslands eru félagsmenn í SFR og á meðan verkföllum stendur verður móttaka og símvarsla stofnunarinnar lokuð. 

  Viðskiptavinum er bent á að hægt er að senda starfsfólki tölvupóst sem verður svarað við fyrsta hentugleika.

  Starfsfólk

 • 02.10.2015

  Tillögur um rjúpnaveiði 2015

  Tillögur um rjúpnaveiði 2015

  Rjúpa á flugi

  02.10.2015

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur metið veiðiþol rjúpnastofnsins 2015 og sendi niðurstöðurnar til umhverfis- og auðlindaráðherra þann 28. september síðastliðinn. Stofnunin leggur til að ráðlögð rjúpnaveiði í haust verði 54 þúsund fuglar. Stofnunin leggur mikla áherslu á að hvergi verði slakað á í þeirra viðleitni að draga sem mest úr heildarafföllum rjúpunnar.

  Viðkoma rjúpunnar var metin með talningum í tveimur landshlutum síðsumars. Hlutfall unga reyndist vera 75% á Norðausturlandi og 74% á Suðvesturlandi og telst það vera lélegt en skýrist af köldu vori og hretviðrasömu sumri.