Hrafnaþing hefst á ný

19.10.2015
Mófeti í Þórsmörk í júní 2010
Mynd: Erling Ólafsson
Mófeti komst á flug í Þórsmörk í júní 2010, en honum mætti jörðin alþakin ösku.

Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands hefst að nýju eftir hlé miðvikudaginn 21. október. Það er Erling Ólafsson skordýrafræðingur sem flytur fyrsta erindi haustsins og nefnist það „Smádýr í öskufalli frá Eyjafjallajökli 2010.“

Erindið fjallar um áhrif gossins á einstakar tegundir smádýra og hópa. Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing hefst kl. 15:15 og því lýkur um kl. 16:00. Það er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.

Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!

Dagskrá Hrafnþings