Vegna verkfalla SFR

15.10.2015

Tveggja sólarhringa skyndiverkfall SFR hófst á miðnætti og stendur það yfir í dag, 15. október, og á morgun, 16. október. Annað verkfall er boðað mánudaginn 19. október og þriðjudaginn 20. október. Hluti starfsmanna Náttúrufræðistofnunar Íslands eru félagsmenn í SFR og á meðan verkföllum stendur verður móttaka og símvarsla stofnunarinnar lokuð. 

Viðskiptavinum er bent á að hægt er að senda starfsfólki tölvupóst sem verður svarað við fyrsta hentugleika.

Starfsfólk