Gróðurframvinda og jarðvegsmyndun við jökla á Suðausturlandi

30.11.2015
Grösug, mosavaxin jökulurð við Breiðamerkurjökul
Mynd: Olga Kolbrún Vilmundardóttir
Grösug, mosavaxin jökulurð við Breiðamerkurjökul sem varð íslaus milli 1930 og 1945. Öræfajökul ber við loft.

Olga Kolbrún Vilmundardóttir landfræðingur flytur erindið „Gróðurframvinda og jarðvegsmyndun við hörfandi jökla á Suðausturlandi og samanburður við ung Hekluhraun á Hrafnaþingi“ miðvikudaginn 2. desember kl. 15:15.

Í erindinu verður fjallað um niðurstöður rannsókna á gróðurframvindu og jarðvegsmyndun við Skaftafellsjökul og Breiðamerkurjökul sem fram fóru 2010–2012. Meðal annars voru könnuð tengsl milli eiginleika jarðvegsins, aldurs jökulurðarinnar, gróðurþekju og landslags og sérstök áhersla lögð á uppsöfnun kolefnis í jarðveginum. Loks verða niðurstöður lauslega samanbornar við mælingar á framvindu í ungum Hekluhraunum.

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.

Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!