Hrafnaþing: nýtt jarðfræðikort af Austurlandi

Í erindinu verður greint frá útgáfu nýs jarðfræðikorts af Austurlandi sem nær yfir svæði frá Berufirði yfir í Mjóafjörð. Einnig verður greint frá niðurstöðum rannsókna á jarðfræði Austurlands en þær hafa vakið upp ýmsar hugmyndir um upprunasvæði hraunsyrpa í jarðlagastaflanum, flæðiferli hrauna og áætlað kvikustreymi úr gosrás forneldstöðvanna. Þá verður fjallað um gerð nýs líkans um samspil möttulstróksins og rekbeltisins sem býður upp á mögulegar úrlausnir í túlkun á jarðfræði Íslands.

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.

Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!