Fréttir

 • 27.12.2016

  Vetrarfuglatalning 2016

  Vetrarfuglatalning 2016

  Stari

  27.12.2016

  Árleg vetrarfuglatalning Náttúrufræðistofnunar Íslands, sú 65. í röðinni, fer fram helgina 7.–8. janúar næstkomandi. Þá er kannað hvaða fuglategundir dvelja hér að vetrarlagi, hversu algengar einstakar tegundir eru og hvar á landinu þær er að finna. Einnig er hægt að mæla stofnvísitölur margra tegunda. Hátt á annað hundruð manns taka þátt í þessum talningum og yfir 200 svæði hafa verið könnuð á síðari árum.

 • 21.12.2016

  Jólakveðja

  Jólakveðja

  Jólakort Náttúrufræðistofnunar Íslands 2016

  21.12.2016

  Náttúrufræðistofnun Íslands óskar samstarfsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

  Athugið að stofnunin verður lokuð 27.-30. desember.

 • 16.12.2016

  Borkjarnasafn Náttúrufræðistofnunar rís á Breiðdalsvík

  Borkjarnasafn Náttúrufræðistofnunar rís á Breiðdalsvík

  Borkjarnar í kassa

  16.12.2016

  Fyrir rúmu ári lauk flutningi borkjarnasafns Náttúrufræðistofnunar Íslands frá Akureyri til Breiðdalsvíkur. Uppbygging safnsins þar er vel á veg komin. Einn starfsmaður vinnur nú við borkjarnasafnið í fullu starfi auk jarðfræðings frá Breiðdalssetri í hálfu starfi. 

 • 14.12.2016

  Hrafnaþingi frestað

  Hrafnaþingi frestað

  14.12.2016

  Hrafnaþing sem vera átti í dag hefur verið frestað.

 • 13.12.2016

  Hrafnaþing: Norðurskautsráðið, CAFF og líffræðilegur fjölbreytileiki

  Hrafnaþing: Norðurskautsráðið, CAFF og líffræðilegur fjölbreytileiki

  Heimskautarefur

  13.12.2016

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn 14. desember kl. 15:15–16:00. Tom Barry framkvæmdastjóri CAFF flytur erindið „Arctic Council, CAFF and Biodiversity“.

  Í erindinu verður fjallað um helstu viðfangsefni CAFF (Conservation of Arctic Flora and Fauna) sem er samstarfsvettvangur ríkja á norðurslóðum um málefni um allt það er snýr að vernd og nýtingu tegunda, búsvæða þeirra og vistkerfa. Erindið verður flutt á ensku.

  Útdráttur úr erindinu

 • 08.12.2016

  Endurskoðuð tilskipun forseta Bandaríkjanna um ágengar tegundir

  Endurskoðuð tilskipun forseta Bandaríkjanna um ágengar tegundir

  Alaskalúpína

  08.12.2016

  Áhrif framandi ágengra tegunda á lífríki Íslands eru oft til umræðu og þekkt eru dæmi um áhrif minks, lúpínu, skógarkerfils og tröllahvannar. Hin síðari ár hefur einnig borið meira á skordýrafaröldrum sem herja á skógrækt og náttúruleg vistkerfi, svo sem birkiskóga. Í Bandaríkjanna var á dögunum gefin út nýendurskoðuð tilskipun um ágengar tegundir. Í henni er viðurkennd sú ógn sem af framandi ágengum tegundum stafar og lögð fram stefna um aðgerðir til að uppræta og hafa hemil á þeim.

 • 30.11.2016

  Hvítabirnan á Hvalnesi

  Hvítabirnan á Hvalnesi

  hvitabjorn

  30.11.2016

  Hvítabirnan sem felld var við bæinn Hvalnes á Skaga 16. júlí síðastliðinn var líklega á 12. aldursári. Hún var í góðum holdum, með mjólk í spenum og var búin að vera í nokkurn tíma á landi áður en hún féll.

 • 29.11.2016

  Hrafnaþing: Áhrif loftslagsbreytinga á smádýr í skógrækt og landgræðslu

  Hrafnaþing: Áhrif loftslagsbreytinga á smádýr í skógrækt og landgræðslu

  Skógburstalirfa

  29.11.2016

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn 30. nóvember kl. 15:15–16:00. Guðmundur Halldórsson rannsóknastjóri hjá Landgræðslu ríkisins flytur erindið „Áhrif loftslagsbreytinga á smádýr í skógrækt og landgræðslu“.

 • 22.11.2016

  Nýju ljósi varpað á stofnbreytingar íslensku rjúpunnar

  Nýju ljósi varpað á stofnbreytingar íslensku rjúpunnar

  Rjúpa, fullorðinn kvenfugl

  22.11.2016

  Íslenska rjúpan er athvarf og heimili 17 tegunda sníkjudýra, sjö innri sníkjudýra sem flest lifa í meltingarvegi og 10 tegunda ytri sníkjudýra. Þetta kemur fram í nýrri grein sem hefur birst í alþjóðlega vísindaritinu PLOS ONE.

 • 15.11.2016

  Fiðrildavöktun ársins lokið

  Fiðrildavöktun ársins lokið

  Matthias Svavar Alfreðsson

  15.11.2016

  Síðastliðinn föstudag, 11. nóvember, lauk fiðrildavöktun ársins formlega. Þar með hafði verkefnið staðið yfir í 21 ár. Hefur það þegar skilað gagnmerkum og ómetanlegum upplýsingum um fiðrildafánu landsins. Á árinu voru fiðrildi vöktuð á 19 stöðum allt umhverfis landið.

 • 14.11.2016

  Hrafnaþing: Myglusveppir í íslenskum húsum

  Hrafnaþing: Myglusveppir í íslenskum húsum

  Myglusveppir á ræktunarskál

  14.11.2016

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn 16. nóvember kl. 15:15–16:00. Kerstin Gillen líffræðingur við Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Myglusveppir í íslenskum húsum“.

 • 09.11.2016

  Skrifstofa NOBANIS til Náttúrufræðistofnunar Íslands

  Skrifstofa NOBANIS til Náttúrufræðistofnunar Íslands

  Skógarkerfill

  09.11.2016

  Hinn 1. nóvember síðastliðinn tók Náttúrufræðistofnun Íslands tímabundið við rekstri skrifstofu NOBANIS (European Network on Invasive Alien Species) en hún var áður vistuð hjá Dönum og síðar Svíum. Verkefni skrifstofunnar snúast fyrst og fremst um samskipti, upplýsingagjöf, uppfærslu og viðhald á gagnagrunni og umsjón með vef.

 • 31.10.2016

  Hrafnaþing: Vöktun þurrlendis á norðurhjara

  Hrafnaþing: Vöktun þurrlendis á norðurhjara

  Rifstangi á Melrakkasléttu

  31.10.2016

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn 2. nóvember kl. 15:15–16:00. Jónína Sigríður Þorláksdóttir verkefnastjóri Rannsóknastöðvarinnar Rifs og Starri Heiðmarsson sviðsstjóri grasafræði við Náttúrufræðistofnun Íslands flytja erindið „Vöktun þurrlendis á norðurhjara og uppbygging rannsóknastöðvarinnar Rifs á Melrakkasléttu“.

  Í erindinu verður sagt frá áætlunum um vöktun þurrlendis á norðurhjara, með sérstakri áherslu á Ísland, en grundvöllur íslenskrar vöktunar styrktist umtalsvert þegar rannsóknarstöðin Rif á Raufarhöfn var sett á fót 2014.

 • 20.10.2016

  Samantekt frjómælinga sumarið 2016

  Samantekt frjómælinga sumarið 2016

  mh_Halidagras_Akureyri

  20.10.2016

  Tekið hefur verið saman yfirlit yfir frjómælingar í Garðabæ og á Akureyri sumarið 2016. Í Garðabæ var frjómagn í tæpu meðallagi en á Akureyri voru frjókorn fleiri en í meðalári.

 • 17.10.2016

  Hrafnaþing: Áhrif loftslagshlýnunar á vistkerfi straumvatna

  Hrafnaþing: Áhrif loftslagshlýnunar á vistkerfi straumvatna

  Gísli Már Gíslason prófessor við HÍ við læk í Hengladölum 2015

  17.10.2016

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands hefst að nýju eftir hlé miðvikudaginn 19. október. Það er Gísli Már Gíslason prófessor við Háskóla Íslands sem flytur fyrsta erindi haustsins og nefnist það „Áhrif loftslagshlýnunar á vistkerfi straumvatna“.

  Í erindinu verður lýst hvernig upptakakvíslar Hengladalsár í Hengladölum nýtast sem náttúrleg rannsóknarstofa til að meta áhrif loftslagshlýnunar á lífríki lækjanna. Útdráttur úr erindinu

 • 10.10.2016

  Nýtt kort af útbreiðslu alaskalúpínu á Íslandi

  Nýtt kort af útbreiðslu alaskalúpínu á Íslandi

  Alaskalúpína við Atley

  10.10.2016

  Ný kortlagning á útbreiðslu og flatarmáli alaskalúpínu sýnir að heildarflatarmál hennar árið 2016 er að lágmarki 314 km2. Mest er lúpína á Suðurlandi, Suðvesturlandi og Norðausturlandi.

 • 15.09.2016

  Hádegisganga á degi íslenskrar náttúru

  Hádegisganga á degi íslenskrar náttúru

  Dagur íslenskrar náttúru 2014

  15.09.2016

  Dagur íslenskrar náttúru verður haldinn hátíðlegur í sjötta sinn á morgun, föstudaginn 16. september. Í tilefni af honum er boðið upp á ýmsa viðburði víða um landið og á höfuðborgarsvæðinu. Náttúrufræðistofnun Íslands ætlar að halda upp á daginn með því að bjóða til hádegisgöngu um hraunið í nágrenni stofnunarinnar í Garðabæ.

 • 09.09.2016

  Nýuppgötvaður framhlaupsjökull á Tröllaskaga

  Nýuppgötvaður framhlaupsjökull á Tröllaskaga

  Vífilsjökull á Tröllaskaga 2016

  09.09.2016

  Hluti Vífilsjökuls sem er skálarjökull á Tröllaskaga hefur hlaupið fram um 50–100 m og átti það sér líklega stað á árunum 2011–2013. Það rennir stoðum undir þá kenningu að sveiflur framhlaupsjökla tengist ekki veðurfari eða afkomu jökla beint. Þekktir framhlaupsjöklar á þessu svæði eru nú fjórir en athuganir Náttúrufræðistofnunar Íslands benda til að þeir séu fleiri.

 • 07.09.2016

  Frjómælingar í ágúst

  Frjómælingar í ágúst

  Háliðagras

  07.09.2016

  Frjótölur í ágúst voru háar á Akureyri en undir meðallagi í Garðabæ. Grasfrjó voru algengust á báðum stöðum. Nú er tími frjókorna senn liðinn en mælingar munu standa yfir út september.

 • 07.09.2016

  Tillögur um rjúpnaveiði 2016

  Tillögur um rjúpnaveiði 2016

  Rjúpa, kvenfugl

  07.09.2016

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur metið veiðiþol rjúpnastofnsins 2016 og sendi niðurstöðurnar til umhverfis- og auðlindaráðherra þann 6. september síðastliðinn. Stofnunin leggur til að ráðlögð rjúpnaveiði í haust verði 40 þúsund fuglar, en hún var 54 þúsund fuglar á síðasta ári. Stofnunin leggur mikla áherslu á að hvergi verði slakað á í þeirra viðleitni að draga sem mest úr heildarafföllum rjúpunnar.

 • 29.08.2016

  Tíðindalítið af arnarvarpstöðvunum

  Tíðindalítið af arnarvarpstöðvunum

  Haförn. Assa með unga.

  29.08.2016

  Arnarstofninn vex hægt og bítandi og taldi um 74 pör vorið 2016. Varpið var hins vegar það slakasta frá 2006, enda gekk örnum illa að koma upp ungum við norðanverðan Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Fleiri pör, 52 talsins, urpu en undanfarin ár en varpið misfórst hjá meira en helmingi þeirra. Þá var meðalungafjöldi í hreiðri með allralægsta móti (1,08 ungi/hreiðri) og komu 25 pör því aðeins upp 27 ungum. Ekki eru augljósar skýringar á þessu.

 • 25.08.2016

  Gróðurkort Rala frá 1961–1987

  Gróðurkort Rala frá 1961–1987

  Gróðurkort af Íslandi (Rala) 1:40.000 - Hvítárvatn

  25.08.2016

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur nú gert gróðurkort Rala aðgengileg á vefnum. Kortin voru prentuð á árunum 1961–1987 en eru nú komin á stafrænt form (rastakort).

 • 19.08.2016

  Hlýnandi loftslag eykur tegundafjölda plantna á Vatnajökli

  Hlýnandi loftslag eykur tegundafjölda plantna á Vatnajökli

  Þúsundblaðarós í Bræðraskeri í Breiðamerkurjökli

  19.08.2016

  Rannsóknir á jökulskerjum í Breiðamerkurjökli og Vatnajökli sína að plöntutegundum hefur fjölgað og gróðurmörk breyst með hlýnandi loftslagi. Fleiri plöntutegundir geta nú vaxið þar en fyrir 35 árum síðan.

 • 16.08.2016

  Steingervingar á sýningu um Surtarbrandsgil

  Steingervingar á sýningu um Surtarbrandsgil

  Surtarbrandsgil

  16.08.2016

  Steingervingar úr safni Náttúrufræðistofnunar Íslands prýða sýningu um náttúruvættið Surtarbrandsgil sem opnuð var á Brjánslæk 12. ágúst síðastliðinn.

 • 11.08.2016

  Háplöntum fækkar og ný smádýr finnast í Surtsey

  Háplöntum fækkar og ný smádýr finnast í Surtsey

  Ætihvönn í Surtsey sumarið 2016

  11.08.2016

  Árlegur leiðangur vísindamanna í Surtsey leiddi í ljós færri háplöntutegundir en undanfarin ár en hins vegar uppgötvuðust nýjar tegundir smádýra. Varpárangur máfa var með besta móti.

 • 05.08.2016

  Frjómælingar í júlí

  Frjómælingar í júlí

  MH_Vallarfoxgras_Stigahlid

  05.08.2016

  Fjöldi frjókorna á mælistöðinni í Garðabæ hefur aldrei áður mælst eins hár og í júlí og íbúar höfuðborgarsvæðisins sem haldir eru ofnæmi fundu margir fyrir sterkum ofnæmiseinkennum. Á Akureyri er þessu öfugt farið því frjótala var undir meðallagi og gera má ráð fyrir háum frjótölum í ágúst.

 • 27.07.2016

  Líkur á miklu magni frjókorna á höfuðborgarsvæðinu næstu daga

  Líkur á miklu magni frjókorna á höfuðborgarsvæðinu næstu daga

  MH_Vallarfoxgrastorfa_2009

  27.07.2016

  Ef veðurspár ganga eftir eru líkur á miklu magni grasfrjókorna á höfðuborgarsvæðinu næstu daga.

 • 22.07.2016

  Sveinn Jakobsson jarðfræðingur látinn

  Sveinn Jakobsson jarðfræðingur látinn

  Sveinn P. Jakobsson jarðfræðingur á Eldfelli 2012

  22.07.2016

  Sveinn Jakobsson jarðfræðingur lést þriðjudaginn 12. júlí síðastliðinn. Hann verður jarðsettur frá Háteigskirkju í Reykjavík í dag, föstudaginn 22. júlí kl. 13. Sveinn var starfsmaður Náttúrufræðistofnunar Íslands frá árinu 1969 þar til hann lét af störfum vegna aldurs árið 2009.

 • 18.07.2016

  Hvítabjörn sem felldur var við Hvalnes á Skaga var fullorðin birna

  Hvítabjörn sem felldur var við Hvalnes á Skaga var fullorðin birna

  hvitabjorn

  18.07.2016

  Hvítabjörn sem felldur var við Hvalnes á Skaga síðastliðinn laugardag er í vörslu Náttúrufræðistofnunar Íslands og hefur verið krufinn af sérfræðingum á Tilraunastöðinni á Keldum.

 • 15.07.2016

  Afgreiðslutími frá 18. til 29. júlí

  Afgreiðslutími frá 18. til 29. júlí

  15.07.2016

  Móttaka og símsvörun Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti í Garðabæ verður lokuð 18. til 29. júlí. Móttaka og símsvörun á Borgum á Akureyri verður opin 20. til 29. júlí en lokuð 18. og 19. júlí.

  Sjá nánar um starfsstöðvar stofnunarinnar.

 • 12.07.2016

  Frjómælingar í júní

  Frjómælingar í júní

  Útsprungið fjallafoxgras

  12.07.2016

  Mikið mældist af grasfrjókornum á Akureyri í júní miðað við fyrri ár en þó er aðal frjótími þeirra framundan í júlí og ágúst. Birkifrjókorn voru í lágmarki bæði norðan og sunnan heiða.

 • 01.07.2016

  Varhugaverðir hitakærir myglusveppir

  Varhugaverðir hitakærir myglusveppir

  Súlufrugga, Aspergillus fumigatus, á bleiku einangrunaræti

  01.07.2016

  Hitakærir myglusveppir geta verið hættulegir heilsu manna. Líkur eru á að það eigi við í tilviki manns sem vann við hreinsun húss eftir heitavatnstjón síðastliðinn vetur. Náttúrufræðistofnun Íslands sér ástæðu til að benda á hættuna sem af þessum sveppum getur stafað.

 • 27.06.2016

  Ný bók um íslenskar fléttur

  Ný bók um íslenskar fléttur

  Kápa bókarinnar „Íslenskar fléttur“

  27.06.2016

  Út er komin bókin „Íslenskar fléttur“ eftir Hörð Kristinsson fléttufræðing. Í bókinni er 392 fléttutegundum lýst í máli og myndum og er þetta fyrsta bókin sem gefin er út á Íslandi sem fjallar einvörðungu um þennan áberandi hóp lífvera. 

 • 15.06.2016

  Grasfrjó í lofti

  Grasfrjó í lofti

  Háliðagras

  15.06.2016

  Fyrstu grasfrjó sumarsins eru farin að líta dagsins ljós þannig að þeir sem haldnir eru ofnæmi gætu farið að finna fyrir einkennum. 

 • 10.06.2016

  Skógarmítill á Íslandi

  Skógarmítill á Íslandi

  Skógarmítill

  10.06.2016

  Sérfræðingar á Náttúrufræðistofnun Íslands og Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum standa um þessar mundir að rannsóknum á útbreiðslu og algengi skógarmítils (Ixodes ricinus) hér á landi. Óskað er liðsinnis dýralækna, heilbrigðisstarfsfólks og almennings við að halda til haga mítlum sem finnast á fólki eða dýrum (hundum og köttum) og senda til rannsókna.

 • 03.06.2016

  Frjómælingar í apríl og maí

  Frjómælingar í apríl og maí

  Hangandi fræflar krækilyngs og frjókorn þeirra

  03.06.2016

  Frjómælingar Náttúrufræðistofnunar Íslands, á Akureyri og í Garðabæ, hófust í byrjun apríl. Á báðum stöðum hefur frjómagn mælst talsvert undir meðaltali að því undanskyldu að í apríl var frjótala yfir meðaltali í Garðabæ. 

 • 31.05.2016

  Rjúpnatalningar 2016

  Rjúpnatalningar 2016

  Rjúpa, fullorðinn kvenfugl á Tjörnesi í maí 2016

  31.05.2016

  Rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2016 er lokið. Mikill munur var á stofnbreytingum milli ára eftir landshlutum. 

 • 23.05.2016

  Formleg opnun steypireyðarsýningar á Húsavík

  Formleg opnun steypireyðarsýningar á Húsavík

  Formleg opnun steypireyðarsýningar á Húsavík í maí 2016

  23.05.2016

  Miðvikudaginn 18. maí fór fram formleg opnun steypireyðarsýningar í Hvalasafninu á Húsavík. Náttúrufræðistofnun Íslands hefur lánað safninu grindina til næstu ára.

 • 18.05.2016

  Birkifrjó komin í loftið

  Birkifrjó komin í loftið

  Birki í Urriðaholti í maí 2016

  18.05.2016

  Á miðnætti í fyrrakvöld kom fyrsta birkifrjókorn sumarsins í frjógildruna í Urriðaholti í Garðabæ. Á Akureyri er birkið seinna á veg komið.

 • 12.05.2016

  Styttist í birkifrjó

  Styttist í birkifrjó

  Birkirekill að opnast

  12.05.2016

  Trjáplöntur eru nú víða farnar að blómstra og frjókorn að dreifast. Þeir sem þjást af frjóofnæmi ættu að fylgjast með sínu nánasta umhverfi.

 • 15.04.2016

  Frjókorn komin í loftið

  Frjókorn komin í loftið

  Ölur í blóma

  15.04.2016

  Trjátegundin ölur, einnig nefnd elri, er farin að blómgast og dreifa frjóum sínum. Fólk með birkiofnæmi getur fundið fyrir ofnæmiseinkennum því frjókorn birkis og ölurs hafa sömu ofnæmisvaka. Helstu tegundir sem valda ofnæmi á Íslandi eru birki, grös og súrur.

 • 12.04.2016

  Jöklunarsaga Drangajökuls

  Jöklunarsaga Drangajökuls

  Leirufjarðarjökull, framhalupsjökull í norðvestanverðum Drangajökli

  12.04.2016

  Skafti Brynjólfsson jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Jöklunarsaga Drangajökuls“  á Hrafnaþingi miðvikudaginn 13. apríl kl. 15:15.

 • 12.04.2016

  Ársfundur og ársskýrsla

  Ársfundur og ársskýrsla

  Álft

  12.04.2016

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar var haldinn í 23. sinn miðvikudaginn 6. apríl síðastliðinn á Hótel Flúðum. Á honum voru flutt ávörp og erindi um ýmis verkefni sem unnið hefur verið að á stofnuninni.

 • 07.04.2016

  Náttúrufræðistofnun nýtur trausts meðal landsmanna

  Náttúrufræðistofnun nýtur trausts meðal landsmanna

  07.04.2016

  Landsmenn bera mikið traust til Náttúrufræðistofnunar Íslands samkvæmt könnun Capacent sem gerð var í febrúar síðastliðnum. Samkvæmt henni nýtur stofnunin mikils trausts 56% landsmanna.

 • 05.04.2016

  Stofnunin lokuð vegna ársfundar

  Stofnunin lokuð vegna ársfundar

  NIlogo_isl_300

  05.04.2016

  Náttúrufræðistofnun Íslands verður lokuð þriðjudaginn 5. apríl og miðvikudaginn 6. apríl vegna vinnufundar starfsmanna og ársfundar stofnunarinnar. Stofnunin opnar aftur fimmtudaginn 7. apríl kl. 9. 

 • 04.04.2016

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2016

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2016

  04.04.2016

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldinn á Hótel Flúðum miðvikudaginn 6. mars kl. 13:00–16:00.

 • 29.03.2016

  Vöktun á gróðri og ástandi beitilands

  Vöktun á gróðri og ástandi beitilands

  Mælireitur í grösugum haga í Skagafirði

  29.03.2016

  Borgþór Magnússon plöntuvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Vöktun á gróðri og ástandi beitilands“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 30. mars kl. 15:15.

 • 17.03.2016

  Nýr vefur opnaður

  Nýr vefur opnaður

  Frá Veiðivötnum

  17.03.2016

  Nýr vefur Náttúrufræðistofnunar Íslands hefur verið opnaður. Umtalsverðar breytingar hafa verið gerðar á útliti og virkni vefsins þar sem áhersla er lögð á aukna þjónustu og aðgengi að gagnasöfnum stofnunarinnar.

 • 14.03.2016

  Fjögur græn skref

  Fjögur græn skref

  Viðurkenning Náttúrufræðistofnunar Íslands fyrir fjögur Græn skref

  14.03.2016

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur staðist úttekt á fyrstu fjórum af fimm Grænum skrefum í ríkisrekstri og hlaut síðastliðinn föstudag viðurkenningu þess efnis. Markmið með grænum skrefum er að efla vistvænan rekstur ríkisins með kerfisbundnum hætti, einkum skrifstofurekstur, og hafa þannig jákvæð áhrif á umhverfið, bæta starfsumhverfi starfsmanna og draga úr rekstrarkostnaði.

 • 14.03.2016

  Jarðminjaskráning á Hrafnaþingi

  Jarðminjaskráning á Hrafnaþingi

  Móbergshryggir og stórbrotið landslag við Langasjó

  14.03.2016

  Lovísa Ásbjörnsdóttir jarðfræðingur við Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Jarðminjaskráning“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 16. mars kl. 15:15.

 • 08.03.2016

  Kristinn J. Albertsson látinn

  Kristinn J. Albertsson látinn

  08.03.2016

  Kristinn J. Albertsson jarðfræðingur lést á Líknardeild Landspítalans 1. mars síðastliðinn, 68 ára að aldri. Hann verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði í dag, þriðjudaginn 8. mars, kl. 13. Kristinn var starfsmaður Náttúrufræðistofnunar Íslands frá árinu 1999 þar til hann lét af störfum í lok júní 2015.

 • 03.03.2016

  Fuglamerkingar 2015

  Fuglamerkingar 2015

  Skógarþröstur

  03.03.2016

  Árið 2015 var fjöldi merktra fugla á Íslandi rétt undir meðaltali síðustu 10 ára. Fjörutíu og níu merkingarmenn merktu alls 12.568 fugla af 77 tegundum. Mest var merkt af skógarþresti.

 • 02.03.2016

  Landslag, fegurð og fagurfræði í ákvarðanatöku um náttúruvernd og nýtingu

  Landslag, fegurð og fagurfræði í ákvarðanatöku um náttúruvernd og nýtingu

  Á Vatnajökli

  02.03.2016

  Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, aðjúnkt við listkennsludeild og hönnunar-og arkitektúrdeild Listaháskólans og nýdoktor við Heimspekistofnun Háskóla Íslands, flytur erindið „Landslag, fegurð og fagurfræði í ákvarðanatöku um náttúruvernd og nýtingu“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 2. mars kl. 15:15.

 • 15.02.2016

  Á fýlaslóðum í Rangárþingi

  Á fýlaslóðum í Rangárþingi

  Fýlsvörp sem skráð voru og kortlögð í Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu af Náttúrufræðistofnun Íslands sumurin 1980 og 1981

  15.02.2016

  Borgþór Magnússon plöntuvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið  „Á fýlaslóðum í Rangárþingi 2015“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 17. febrúar kl. 15:15.

 • 01.02.2016

  Framandi tegundir í fjalllendi og á hálendi Íslands

  Framandi tegundir í fjalllendi og á hálendi Íslands

  Gróður á hálendi Íslands

  01.02.2016

  Pawel Wasowicz, grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, flytur erindi sitt „Non-native species in the flora of Icelandic highlands and mountains“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 3. febrúar kl. 15:15.
  Erindið verður flutt á ensku.

 • 19.01.2016

  Íslenski fálkinn, lífshættir og vernd

  Íslenski fálkinn, lífshættir og vernd

  Fullorðinn fálki færir unga sínum spóaunga til að éta

  19.01.2016

  Ólafur Karl Nielsen vistfræðingur flytur erindið „Íslenski fálkinn, lífshættir og vernd“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 20. janúar kl. 15:15.

 • 06.01.2016

  Hörður Kristinsson sæmdur riddarakrossi

  Hörður Kristinsson sæmdur riddarakrossi

  Hörður Kristinsson

  06.01.2016

  Á nýársdag sæmdi forseti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson, ellefu íslenska ríkisborgara riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Þar á meðal var Hörður Kristinsson grasafræðingur sem var sæmdur orðunni fyrir rannsóknir og kynningu á íslenskum gróðri.