Íslenski fálkinn, lífshættir og vernd

19.01.2016
Fullorðinn fálki færir unga sínum spóaunga til að éta
Mynd: Sindri Skúlason

Fullorðinn fálki, karlfugl, færir unga sínum spóaunga til að éta. Beinaleifarnar við fætur fálkaungans eru mest rjúpnabein.

Ólafur Karl Nielsen vistfræðingur flytur erindið „Íslenski fálkinn, lífshættir og vernd“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 20. janúar kl. 15:15.

Í fyrirlestrinum mun höfundur fjalla um rannsóknir sínar á tengslum fálka og rjúpu sem staðið hafa yfir frá 1981, eða í samtals 35 ár. Jafnframt verður fjallað um nýlega samantekt á útbreiðslu fálka á Íslandi, stofnstærð, helstu ógnir og hvernig best verður staðið að verndun fálka.

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.

Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!

 

Vinsamlega athugið Náttúrufræðistofnun Íslands er grænn vinnustaður og beinir þeim tilmælum til allra sem hafa tök á að samnýta ferðir og nota vistvænan ferðamáta.