Á fýlaslóðum í Rangárþingi

15.02.2016
Fýlsvörp sem skráð voru og kortlögð í Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu af Náttúrufræðistofnun Íslands sumurin 1980 og 1981
Mynd: Anette Th. Meier
Fýlsvörp sem skráð voru og kortlögð í Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu af Náttúrufræðistofnun Íslands sumurin 1980 og 1981
Borgþór Magnússon plöntuvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið  „Á fýlaslóðum í Rangárþingi 2015“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 17. febrúar kl. 15:15.

Sumrin 1980 og 1981 gekkst Náttúrufræðistofnun Íslands fyrir skráningu og kortlagningu á fýlabyggðum í Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu. Áætlað var að nær 100.000 fýlspör hafi orpið á  svæðinu á þessum tíma og um þriðjungur þeirra í Rangárvallasýslu. Sumarið 2015 voru talningar endurteknar í tveimur giljum í Rangárvallasýslu, í Kaldaklifsgili undir Eyjafjöllum og Þórólfsárgili í Fljótshlíð. Verkið var unnið í samvinnu við Arnþór Garðarsson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands, sem vinnur nú að endurmati á stærð fýlastofnsins á landinu.
Í fyrirlestrinum verður greint frá niðurstöðum talninganna og rifjaðir upp fróðleiksmolar um fýlinn svæðinu.

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.

Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!

 

Vinsamlega athugið Náttúrufræðistofnun Íslands er grænn vinnustaður og beinir þeim tilmælum til allra sem hafa tök á að samnýta ferðir og nota vistvænan ferðamáta.