Framandi tegundir í fjalllendi og á hálendi Íslands

Gróður á hálendi Íslands
Pawel Wasowicz, grasafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, flytur erindi sitt „Non-native species in the flora of Icelandic highlands and mountains“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 3. febrúar kl. 15:15.
Erindið verður flutt á ensku.
Í erindinu verður fjallað um þau vandamál sem fylgja slæðingum og ílendum slæðingum í fjalllendi og á hálendi Íslands. Leitað verður svara við spurningum eins og hve margar tegundir slæðinga finnast á hálendissvæðum, hvernig dreifast þær og hvar eru þær algengastar? Einnig verður í stuttu máli rætt um framtíð íslensku hálendisflórunnar.
Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.
Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!
Vinsamlega athugið Náttúrufræðistofnun Íslands er grænn vinnustaður og beinir þeim tilmælum til allra sem hafa tök á að samnýta ferðir og nota vistvænan ferðamáta.