Fjögur græn skref

14.03.2016
Viðurkenning Náttúrufræðistofnunar Íslands fyrir fjögur Græn skref
Mynd: Erling Ólafsson
Viðurkenning Náttúrufræðistofnunar Íslands fyrir fjögur Græn skref

Náttúrufræðistofnun Íslands hefur staðist úttekt á fyrstu fjórum af fimm Grænum skrefum í ríkisrekstri og hlaut síðastliðinn föstudag viðurkenningu þess efnis. Markmið með grænum skrefum er að efla vistvænan rekstur ríkisins með kerfisbundnum hætti, einkum skrifstofurekstur, og hafa þannig jákvæð áhrif á umhverfið, bæta starfsumhverfi starfsmanna og draga úr rekstrarkostnaði.

Þeir þættir sem horft er til við innleiðingu Grænna skrefa eru sex talsins: innkaup; miðlun og stjórnun; fundir og viðburði; flokkun og minni sóun; rafmagn og húshitun; og samgöngur. Skrefin eru innleidd í fjórum áföngum, en fimmta og síðasta skrefið sýnir helstu aðgerðir sem þarf að innleiða til að byggja upp umhverfisstjórnunarkerfi.

Náttúrufræðistofnun Íslands var meðal fyrstu stofnana ríkisins í að hefja aðlögun starfseminnar að markmiðum grænna skrefa og er stofnunin nú ein af þremur stofnunum sem hafa lokið fjórum grænum skrefum. Undirbúningur fimmta skrefsins er þegar hafinn og stefnt er að því að ljúka innleiðingu á árinu. Á vef Grænna skrefa má sjá hvaða stofnanir taka þátt í verkefninu og hvar þær eru staddar í ferlinu.

Umhverfisstofnun fer með umsjón Grænna skrefa

Náttúrufræðistofnun Íslands fær afhenta viðurkenningu fyrir fjögur Græn skref
Mynd: Erling Ólafsson

Hólmfríður Þorsteinsdóttir frá Umhverfisstofnun afhendir Guðmundi Guðmundssyni, staðgengli forstjóra Náttúrufræðistofnunar Íslands, viðurkenningarskjal fyrir fjögur Græn skref. Á myndinni eru einnig Guðmundur Guðjónsson og Emilía Ásgeirsdóttir.