Landslag, fegurð og fagurfræði í ákvarðanatöku um náttúruvernd og nýtingu

02.03.2016
Á Vatnajökli
Mynd: Þorvarður Árnason
Á Vatnajökli

Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, aðjúnkt við listkennsludeild og hönnunar-og arkitektúrdeild Listaháskólans og nýdoktor við Heimspekistofnun Háskóla Íslands, flytur erindið „Landslag, fegurð og fagurfræði í ákvarðanatöku um náttúruvernd og nýtingu“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 2. mars kl. 15:15.

Erindið byggir á doktorsverkefninu „Íslenskt landslag: Fegurð og fagurfræði í ákvarðanatöku um umhverfismál.“ Í verkefninu er fjallað um hugtökin landslag og fegurð, um merkingu og gildi fagurfræðilegra upplifana af landslagi og hlutverk slíkra gilda í ákvarðanatöku um umhverfismál.  Fagurfræðilegt gildi landslags hefur á síðustu áratugum ekki skipað stóran sess í ákvarðanatöku um náttúruvernd eða nýtingu þrátt fyrir að það sé eitt af mikilvægustu gildum sem íslensk náttúra býr yfir. Í erindinu verður sérstök áhersla lögð á að skoða stöðu fagurfræðilegra gilda í kerfum ákvarðanatöku og hvernig bæta má þá stöðu.

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.

Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!

 

Vinsamlega athugið Náttúrufræðistofnun Íslands er grænn vinnustaður og beinir þeim tilmælum til allra sem hafa tök á að samnýta ferðir og nota vistvænan ferðamáta.