Jöklunarsaga Drangajökuls

Skafti Brynjólfsson jarðfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Jöklunarsaga Drangajökuls“ á Hrafnaþingi miðvikudaginn 13. apríl kl. 15:15.
Í erindinu er fjallað um jöklunarsögu, sveiflur, setmyndanir og landmótun Drangajökuls. Einnig er rætt um jöklunar- og afísunarsögu Vestfjarða, frá seinni hluta síðusta jökulskeiðs til nútíma. Erindið er byggt á nýloknu doktorsverkefni þar sem saga jöklunar og framhlaupa Drangajökuls var rannsökuð.
Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.
Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!
Vinsamlega athugið Náttúrufræðistofnun Íslands er grænn vinnustaður og beinir þeim tilmælum til allra sem hafa tök á að samnýta ferðir og nota vistvænan ferðamáta.