Líkur á miklu magni frjókorna á höfuðborgarsvæðinu næstu daga
27.07.2016

Vallarfoxgras
Ef veðurspár ganga eftir eru líkur á miklu magni grasfrjókorna á höfðuborgarsvæðinu næstu daga.
Í gær, 26. júlí, mældist næst hæsta frjótala grasa sem mælst hefur í Garðabæ frá því að mælingar hófust árið 2011, eða 181frjó/m3. Aðeins einu sinni áður hafa grasfrjótölur mælst hærri í Garðabæ en það var 11. júní 2014. Búast má við háum frjótölum áfram í góða veðrinu sem er þessa dagana á höfuðborgarsvæðinu.
Á Akureyri er frekar lítið um grasfrjókorn og hafa frjótölur grasa aðeins einu sinni farið yfir 50 frjó/m3. Það var 15. júlí.
Frjókornauppgjör fyrir júlí mánuð verður birt í lok næstu viku.
Nánar um frjómælingar.