Fréttir

 • 29.08.2016

  Tíðindalítið af arnarvarpstöðvunum

  Tíðindalítið af arnarvarpstöðvunum

  Haförn. Assa með unga.

  29.08.2016

  Arnarstofninn vex hægt og bítandi og taldi um 74 pör vorið 2016. Varpið var hins vegar það slakasta frá 2006, enda gekk örnum illa að koma upp ungum við norðanverðan Breiðafjörð og á Vestfjörðum. Fleiri pör, 52 talsins, urpu en undanfarin ár en varpið misfórst hjá meira en helmingi þeirra. Þá var meðalungafjöldi í hreiðri með allralægsta móti (1,08 ungi/hreiðri) og komu 25 pör því aðeins upp 27 ungum. Ekki eru augljósar skýringar á þessu.

 • 25.08.2016

  Gróðurkort Rala frá 1961–1987

  Gróðurkort Rala frá 1961–1987

  Gróðurkort af Íslandi (Rala) 1:40.000 - Hvítárvatn

  25.08.2016

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur nú gert gróðurkort Rala aðgengileg á vefnum. Kortin voru prentuð á árunum 1961–1987 en eru nú komin á stafrænt form (rastakort).

 • 19.08.2016

  Hlýnandi loftslag eykur tegundafjölda plantna á Vatnajökli

  Hlýnandi loftslag eykur tegundafjölda plantna á Vatnajökli

  Þúsundblaðarós í Bræðraskeri í Breiðamerkurjökli

  19.08.2016

  Rannsóknir á jökulskerjum í Breiðamerkurjökli og Vatnajökli sína að plöntutegundum hefur fjölgað og gróðurmörk breyst með hlýnandi loftslagi. Fleiri plöntutegundir geta nú vaxið þar en fyrir 35 árum síðan.

 • 16.08.2016

  Steingervingar á sýningu um Surtarbrandsgil

  Steingervingar á sýningu um Surtarbrandsgil

  Surtarbrandsgil

  16.08.2016

  Steingervingar úr safni Náttúrufræðistofnunar Íslands prýða sýningu um náttúruvættið Surtarbrandsgil sem opnuð var á Brjánslæk 12. ágúst síðastliðinn.

 • 11.08.2016

  Háplöntum fækkar og ný smádýr finnast í Surtsey

  Háplöntum fækkar og ný smádýr finnast í Surtsey

  Ætihvönn í Surtsey sumarið 2016

  11.08.2016

  Árlegur leiðangur vísindamanna í Surtsey leiddi í ljós færri háplöntutegundir en undanfarin ár en hins vegar uppgötvuðust nýjar tegundir smádýra. Varpárangur máfa var með besta móti.

 • 05.08.2016

  Frjómælingar í júlí

  Frjómælingar í júlí

  MH_Vallarfoxgras_Stigahlid

  05.08.2016

  Fjöldi frjókorna á mælistöðinni í Garðabæ hefur aldrei áður mælst eins hár og í júlí og íbúar höfuðborgarsvæðisins sem haldir eru ofnæmi fundu margir fyrir sterkum ofnæmiseinkennum. Á Akureyri er þessu öfugt farið því frjótala var undir meðallagi og gera má ráð fyrir háum frjótölum í ágúst.