Fréttir
-
15.09.2016
Hádegisganga á degi íslenskrar náttúru
Hádegisganga á degi íslenskrar náttúru
15.09.2016
Dagur íslenskrar náttúru verður haldinn hátíðlegur í sjötta sinn á morgun, föstudaginn 16. september. Í tilefni af honum er boðið upp á ýmsa viðburði víða um landið og á höfuðborgarsvæðinu. Náttúrufræðistofnun Íslands ætlar að halda upp á daginn með því að bjóða til hádegisgöngu um hraunið í nágrenni stofnunarinnar í Garðabæ.
-
09.09.2016
Nýuppgötvaður framhlaupsjökull á Tröllaskaga
Nýuppgötvaður framhlaupsjökull á Tröllaskaga
09.09.2016
Hluti Vífilsjökuls sem er skálarjökull á Tröllaskaga hefur hlaupið fram um 50–100 m og átti það sér líklega stað á árunum 2011–2013. Það rennir stoðum undir þá kenningu að sveiflur framhlaupsjökla tengist ekki veðurfari eða afkomu jökla beint. Þekktir framhlaupsjöklar á þessu svæði eru nú fjórir en athuganir Náttúrufræðistofnunar Íslands benda til að þeir séu fleiri.
-
07.09.2016
Frjómælingar í ágúst
Frjómælingar í ágúst
07.09.2016
Frjótölur í ágúst voru háar á Akureyri en undir meðallagi í Garðabæ. Grasfrjó voru algengust á báðum stöðum. Nú er tími frjókorna senn liðinn en mælingar munu standa yfir út september.
-
07.09.2016
Tillögur um rjúpnaveiði 2016
Tillögur um rjúpnaveiði 2016
07.09.2016
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur metið veiðiþol rjúpnastofnsins 2016 og sendi niðurstöðurnar til umhverfis- og auðlindaráðherra þann 6. september síðastliðinn. Stofnunin leggur til að ráðlögð rjúpnaveiði í haust verði 40 þúsund fuglar, en hún var 54 þúsund fuglar á síðasta ári. Stofnunin leggur mikla áherslu á að hvergi verði slakað á í þeirra viðleitni að draga sem mest úr heildarafföllum rjúpunnar.