Hádegisganga á degi íslenskrar náttúru
15.09.2016

Gönguhópur við Maríuhella í Svínahrauni
Dagur íslenskrar náttúru verður haldinn hátíðlegur í sjötta sinn á morgun, föstudaginn 16. september. Í tilefni af honum er boðið upp á ýmsa viðburði víða um landið og á höfuðborgarsvæðinu. Náttúrufræðistofnun Íslands ætlar að halda upp á daginn með því að bjóða til hádegisgöngu um hraunið í nágrenni stofnunarinnar í Garðabæ.
Gangan hefst kl. 12:15 og verður undir leiðsögn Birgis Vilhelms Óskarssonar jarðfræðings og Rannveigar Thoroddsen líffræðings. Mæting er við hús Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ. Áætlaður göngutími er um 60 mínútur.