Hrafnaþing: Vöktun þurrlendis á norðurhjara

31.10.2016
Rifstangi á Melrakkasléttu
Mynd: Starri Heiðmarsson
Rifstangi á Melrakkasléttu

Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn 2. nóvember kl. 15:15–16:00. Jónína Sigríður Þorláksdóttir verkefnastjóri Rannsóknastöðvarinnar Rifs og Starri Heiðmarsson sviðsstjóri grasafræði við Náttúrufræðistofnun Íslands flytja erindið „Vöktun þurrlendis á norðurhjara og uppbygging rannsóknastöðvarinnar Rifs á Melrakkasléttu“.

Í erindinu verður sagt frá áætlunum um vöktun þurrlendis á norðurhjara, með sérstakri áherslu á Ísland, en grundvöllur íslenskrar vöktunar styrktist umtalsvert þegar rannsóknarstöðin Rif á Raufarhöfn var sett á fót 2014.

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.

Dagskrá Hrafnþings