Samantekt frjómælinga sumarið 2016

20.10.2016
Háliðagras í blóma
Mynd: Margrét Hallsdóttir
Háliðagras á Akureyri

Tekið hefur verið saman yfirlit yfir frjómælingar í Garðabæ og á Akureyri sumarið 2016. Í Garðabæ var frjómagn í tæpu meðallagi en á Akureyri voru frjókorn fleiri en í meðalári.

Á báðum stöðum var gras langalgengasta frjógerðin og birkifrjó voru óvenju fá. Á Akureyri var óvenju mikið af frjókornum í lofti í ágúst eða rúmlega helmingur allra frjókorna sumarsins. Í Garðabæ var júlí frjóríkasti mánuðurinn.

Frjómælingar á Akureyri sumarið 2016

Frjómælingar í Garðabæ sumarið 2016