Fréttir

 • 30.11.2016

  Hvítabirnan á Hvalnesi

  Hvítabirnan á Hvalnesi

  hvitabjorn

  30.11.2016

  Hvítabirnan sem felld var við bæinn Hvalnes á Skaga 16. júlí síðastliðinn var líklega á 12. aldursári. Hún var í góðum holdum, með mjólk í spenum og var búin að vera í nokkurn tíma á landi áður en hún féll.

 • 29.11.2016

  Hrafnaþing: Áhrif loftslagsbreytinga á smádýr í skógrækt og landgræðslu

  Hrafnaþing: Áhrif loftslagsbreytinga á smádýr í skógrækt og landgræðslu

  Skógburstalirfa

  29.11.2016

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn 30. nóvember kl. 15:15–16:00. Guðmundur Halldórsson rannsóknastjóri hjá Landgræðslu ríkisins flytur erindið „Áhrif loftslagsbreytinga á smádýr í skógrækt og landgræðslu“.

 • 22.11.2016

  Nýju ljósi varpað á stofnbreytingar íslensku rjúpunnar

  Nýju ljósi varpað á stofnbreytingar íslensku rjúpunnar

  Rjúpa, fullorðinn kvenfugl

  22.11.2016

  Íslenska rjúpan er athvarf og heimili 17 tegunda sníkjudýra, sjö innri sníkjudýra sem flest lifa í meltingarvegi og 10 tegunda ytri sníkjudýra. Þetta kemur fram í nýrri grein sem hefur birst í alþjóðlega vísindaritinu PLOS ONE.

 • 15.11.2016

  Fiðrildavöktun ársins lokið

  Fiðrildavöktun ársins lokið

  Matthias Svavar Alfreðsson

  15.11.2016

  Síðastliðinn föstudag, 11. nóvember, lauk fiðrildavöktun ársins formlega. Þar með hafði verkefnið staðið yfir í 21 ár. Hefur það þegar skilað gagnmerkum og ómetanlegum upplýsingum um fiðrildafánu landsins. Á árinu voru fiðrildi vöktuð á 19 stöðum allt umhverfis landið.

 • 14.11.2016

  Hrafnaþing: Myglusveppir í íslenskum húsum

  Hrafnaþing: Myglusveppir í íslenskum húsum

  Myglusveppir á ræktunarskál

  14.11.2016

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn 16. nóvember kl. 15:15–16:00. Kerstin Gillen líffræðingur við Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Myglusveppir í íslenskum húsum“.

 • 09.11.2016

  Skrifstofa NOBANIS til Náttúrufræðistofnunar Íslands

  Skrifstofa NOBANIS til Náttúrufræðistofnunar Íslands

  Skógarkerfill

  09.11.2016

  Hinn 1. nóvember síðastliðinn tók Náttúrufræðistofnun Íslands tímabundið við rekstri skrifstofu NOBANIS (European Network on Invasive Alien Species) en hún var áður vistuð hjá Dönum og síðar Svíum. Verkefni skrifstofunnar snúast fyrst og fremst um samskipti, upplýsingagjöf, uppfærslu og viðhald á gagnagrunni og umsjón með vef.