Fréttir
-
27.12.2016
Vetrarfuglatalning 2016
Vetrarfuglatalning 2016
27.12.2016
Árleg vetrarfuglatalning Náttúrufræðistofnunar Íslands, sú 65. í röðinni, fer fram helgina 7.–8. janúar næstkomandi. Þá er kannað hvaða fuglategundir dvelja hér að vetrarlagi, hversu algengar einstakar tegundir eru og hvar á landinu þær er að finna. Einnig er hægt að mæla stofnvísitölur margra tegunda. Hátt á annað hundruð manns taka þátt í þessum talningum og yfir 200 svæði hafa verið könnuð á síðari árum.
-
21.12.2016
Jólakveðja
Jólakveðja
21.12.2016
Náttúrufræðistofnun Íslands óskar samstarfsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Athugið að stofnunin verður lokuð 27.-30. desember.
-
16.12.2016
Borkjarnasafn Náttúrufræðistofnunar rís á Breiðdalsvík
Borkjarnasafn Náttúrufræðistofnunar rís á Breiðdalsvík
16.12.2016
Fyrir rúmu ári lauk flutningi borkjarnasafns Náttúrufræðistofnunar Íslands frá Akureyri til Breiðdalsvíkur. Uppbygging safnsins þar er vel á veg komin. Einn starfsmaður vinnur nú við borkjarnasafnið í fullu starfi auk jarðfræðings frá Breiðdalssetri í hálfu starfi.
-
14.12.2016
Hrafnaþingi frestað
Hrafnaþingi frestað
-
13.12.2016
Hrafnaþing: Norðurskautsráðið, CAFF og líffræðilegur fjölbreytileiki
Hrafnaþing: Norðurskautsráðið, CAFF og líffræðilegur fjölbreytileiki
13.12.2016
Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn 14. desember kl. 15:15–16:00. Tom Barry framkvæmdastjóri CAFF flytur erindið „Arctic Council, CAFF and Biodiversity“.
Í erindinu verður fjallað um helstu viðfangsefni CAFF (Conservation of Arctic Flora and Fauna) sem er samstarfsvettvangur ríkja á norðurslóðum um málefni um allt það er snýr að vernd og nýtingu tegunda, búsvæða þeirra og vistkerfa. Erindið verður flutt á ensku.
-
08.12.2016
Endurskoðuð tilskipun forseta Bandaríkjanna um ágengar tegundir
Endurskoðuð tilskipun forseta Bandaríkjanna um ágengar tegundir
08.12.2016
Áhrif framandi ágengra tegunda á lífríki Íslands eru oft til umræðu og þekkt eru dæmi um áhrif minks, lúpínu, skógarkerfils og tröllahvannar. Hin síðari ár hefur einnig borið meira á skordýrafaröldrum sem herja á skógrækt og náttúruleg vistkerfi, svo sem birkiskóga. Í Bandaríkjanna var á dögunum gefin út nýendurskoðuð tilskipun um ágengar tegundir. Í henni er viðurkennd sú ógn sem af framandi ágengum tegundum stafar og lögð fram stefna um aðgerðir til að uppræta og hafa hemil á þeim.