Vetrarfuglatalning 2016

27.12.2016
Stari
Mynd: Daníel Bergmann
Stari

Árleg vetrarfuglatalning Náttúrufræðistofnunar Íslands, sú 65. í röðinni, fer fram helgina 7.–8. janúar næstkomandi. Þá er kannað hvaða fuglategundir dvelja hér að vetrarlagi, hversu algengar einstakar tegundir eru og hvar á landinu þær er að finna. Einnig er hægt að mæla stofnvísitölur margra tegunda. Hátt á annað hundruð manns taka þátt í þessum talningum og yfir 200 svæði hafa verið könnuð á síðari árum.

Starinn er einn þeirra fuglategunda sem er alger staðfugl hér á landi en auk þess flækjast hingað árlega fuglar frá Evrópu. Hann nam hér land um 1940, náði fótfestu í Reykjavík um 1960 og hefur fjölgað stöðugt síðan. Starinn er langalgengastur suðvestanlands en hefur sést í öllum landshlutum á veturna.

Meðalfjöldi stara

Starinn er algengastur á Suðvesturlandi.

Vetrarvísitala stara 1952-2014

Vetrarvísitala stara

Samantekt talninga 2002–2015

Niðurstöður talninga 2016 verða settar inn á vefsíðu Náttúrufræðistofnunar Íslands um leið og þær berast.

Nánari upplýsingar um einstök talningarsvæði og fleira veita Kristinn Haukur Skarphéðinsson, Guðmundur A. Guðmundsson og Svenja N.V. Auhage.