Fréttir

 • 31.03.2017

  Náttúrufræðistofnun nýtur áfram trausts meðal landsmanna

  Náttúrufræðistofnun nýtur áfram trausts meðal landsmanna

  Náttúrufræðistofnun Íslands í Garðabæ

  31.03.2017

  Landsmenn bera mikið traust til Náttúrufræðistofnunar Íslands samkvæmt könnun Capacent sem gerð var í febrúar síðastliðnum. Samkvæmt henni nýtur stofnunin mikils trausts 58% landsmanna.

 • 28.03.2017

  Hrafnaþing: Eðli og ástæður umhverfisbreytinga á Norðurlandi vestra á nútíma

  Hrafnaþing: Eðli og ástæður umhverfisbreytinga á Norðurlandi vestra á nútíma

  Borað í fornt stöðuvatn

  28.03.2017

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 29. mars kl. 15:15–16:00. Sigrún Dögg Eddudóttir, nýdoktor við Líf- og umhverfisvísindastofnun Háskóla Íslands, flytur erindið „Eðli og ástæður umhverfisbreytinga á Norðurlandi vestra á nútíma“.

 • 20.03.2017

  Vel heppnað málþing að baki

  Vel heppnað málþing að baki

  Málþingið

  20.03.2017

  Stór áfangi í kortlagningu íslenskrar náttúru var kynntur á málþingi Náttúrufræðistofnunar Íslands og umhverfis- og auðlindaráðuneytis síðastliðinn föstudag, 17. mars. Þar voru kynntar niðurstöður flokkunar lands í vistgerðir og kortasjá opnuð sem sýnir útbreiðslu þeirra á landinu. Málþingið þótti afar vel heppnað en um 220 manns sóttu þingið.

 • 20.03.2017

  Hrafnaþing: Hefur skógarmítill numið land á Íslandi?

  Hrafnaþing: Hefur skógarmítill numið land á Íslandi?

  skogarmitill_1.jpg

  20.03.2017

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 22. mars kl. 15:15–16:00. Matthías Alfreðsson líffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Hefur skógarmítill numið land á Íslandi: svara leitað“.

 • 17.03.2017

  Vistgerðir á Íslandi: útgáfa og málþing

  Vistgerðir á Íslandi: útgáfa og málþing

  snaefellsjokull-vistgerdir-img_1084.jpg

  17.03.2017

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gefið út ritið Vistgerðir á Íslandi ásamt vistgerðakortum í kortasjá. Með útgáfunni er í fyrsta sinn birt heildstætt yfirlit og lýsing á vistgerðum Íslands, útbreiðslu þeirra, stærð og verndargildi. Með vistgerðalýsingum fyrir landið er tekin upp ný aðferðafræði við flokkun og kortlagningu lífríkis.

 • 16.03.2017

  Tími frjókornaofnæmis í aðsigi

  Tími frjókornaofnæmis í aðsigi

  Vorboði í Urriðaholti 15. mars 2017, karlreklar elris losa út frjókorn.

  16.03.2017

  Trjátegundin elri, einnig nefnd ölur, er að byrja að blómgast þessa dagana og næstu vikur má því búast við elrifrjókornum í lofti ef veður fer hlýnandi.

 • 15.03.2017

  Vistgerðir á Íslandi - málþing 17. mars

  Vistgerðir á Íslandi - málþing 17. mars

  skeraleira_alftafjordur.jpg

  15.03.2017

  Stór áfangi í kortlagningu íslenskrar náttúru verður kynntur á málþingi Náttúrufræðistofnunar Íslands og umhverfis- og auðlindaráðuneytisins föstudaginn 17. mars kl. 13 á Grand Hótel.

  Kynntar verða niðurstöður flokkunar lands í vistgerðir og kortasjá opnuð sem sýnir útbreiðslu þeirra á landinu. Flokkunin á sér fyrirmynd í viðurkenndri flokkun á vistgerðum í Evrópu og mun nýtast stjórnvöldum, sveitarfélögum, atvinnulífi og almenningi við alla skipulagsgerð, skynsamlega landnotkun, vernd náttúrunnar og sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda.