Aukin náttúruvernd á norðurslóðum

17.05.2017
Vernduð svæði á norðurslóðum eftir flokkun Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna

Kort úr skýrslunni The Arctic Protected Areas Indicator Report sem sýnir vernduð svæði á norðurslóðum eftir flokkun Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna, 2016.

Stærð verndaðra svæða á norðurslóðum hefur tvöfaldast síðan 1980 og nú eru 11,4% norðurslóða, eða 3,7 milljón km2, verndaðar samkvæmt flokkun Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna.

Í skýrslunni The Arctic Protected Areas Indicator Report, sem gefin er út af CAFF Circumpolar Biodiversity Monitoring Program (CBMP) og er vinnuhópur á vegum Norðurskautsráðsins, er gerð grein fyrir vernduðum svæðum á norðurslóðum og stefnumálum þeirra. Þar kemur fram að 4,6% hafsvæða og 20,2% landsvæða hafa verndarstöðu samkvæmt flokkun Alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna (International Union for Conservation of Nature, IUCN). Markmið Sameinuðu þjóðanna (UN Aichi Biodiversity Target) er að árið 2020 verði búið að vernda 17% landsvæða og ferskvatna og 10% fjöru og sjávar.

Níutíu og tvö svæði á norðurslóðum hafa skilgreinda verndarstöðu samkvæmt alþjóðlegum samþykktum, þar af eru 12 svæði á heimsminjaskrá og 80 eru Ramsar svæði (votlendi). Vegna aukinnar áherslu á verndun votlendis hefur fjölgun Ramsar svæða tvöfaldast á síðustu tuttugu árum. Fjöldi svæða á heimsminjaskrá hefur aukist um 50% á sama tíma.

Náttúrufræðistofnun tekur þátt í verkefninu fyrir Íslands hönd.