Opið hús í borkjarnasafninu á Breiðdalsvík þann 19. maí
04.05.2017

Borkjarnasafn Náttúrufræðistofnunar á Breiðdalsvík.
Föstudaginn 19. maí frá kl. 12-18 verður opið hús í húsakynnum borkjarnasafns Náttúrufræðistofnunar Íslands á Breiðdalsvík.
Í vetur hafa staðið yfir framkvæmdir við að koma fyrir í borkjarnasafni Náttúrufræðistofnunar um 30-40.000 metrum af borkjörnum sem safnast hafa saman á landinu á undanförnum áratugum vegna jarðborana í rannsóknaskyni. Þeim áfanga er nú að verða lokið og á þeim tímamótum er tilefni til að kynna starfsemi borkjarnasafnsins fyrir heimamönnum og öðrum gestum.
Húsið verður opið frá 12-18 og eru allir hjartanlega velkomnir. Boðið verður upp á kaffi og kleinur.