Rjúpnatalningar 2017

31.05.2017
Rjúpur við Hafravatn ofan Reykjavíkur
Mynd: Ólafur K. Nielsen

Rjúpur við Hafravatn ofan Reykjavíkur, í apríl 2017.

Rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2017 er lokið. Mikil fjölgun rjúpna var alls staðar nema á Vestfjörðum, Suðausturlandi og Austurlandi. 

Stofnbreytingar rjúpu 2016–2017 voru mismunandi eftir landshlutum. Fækkun var á Vestfjörðum og Suðausturlandi, kyrrstaða á Austurlandi en aukning annars staðar. Miðað við ástand rjúpnastofnsins frá síðustu aldamótum þá er stærð hans í meðallagi eða aðeins yfir meðallagi  í öllum landshlutum nema á Vestfjörðum, þar er hann enn í djúpri lægð.

Mat á veiðiþoli rjúpnastofnsins mun liggja fyrir í ágúst í kjölfar mælinga á varpárangri rjúpna nú í sumar. Jafnframt munu þá liggja fyrir útreikningar á afföllum rjúpna 2016–2017 og mat á veiði haustið 2016.

Fréttatilkynning