Hrafnaþing: Rannsóknir á æðarfuglum í Breiðafjarðareyjum

16.10.2017
Æðarfuglamerkingar í Helgaskeri í Rifgirðingum
Mynd: Jón Einar Jónsson

Við merkingar á æðarfuglum í Helgaskeri í Rifgirðingum, Breiðafirði.

Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 18. október kl. 15:15–16:00. Jón Einar Jónsson  forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Snæfellsnesi flytur erindið „Merkingar á æðarkollum í Breiðafjarðareyjum“.

Í fyrirlestrinum verður fjallað um rannsókn á æðarfuglum sem hófst í Breiðafjarðareyjum árið 2015. 

Útdráttur úr erindinu

Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð.

Allir velkomnir!