Fréttir

 • 21.12.2018

  Jólakveðja

  Jólakveðja

  Jólakort Náttúrufræðistofnunar Íslands 2018

  21.12.2018

  Náttúrufræðistofnun Íslands óskar samstarfsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.

 • 19.12.2018

  Ný útgáfa vistgerðakorts

  Ný útgáfa vistgerðakorts

  Hélumosavist

  19.12.2018

  Vistgerðakort Náttúrufræðistofnunar Íslands hefur verið endurskoðað og önnur útgáfa af því orðin aðgengileg í kortasjá stofnunarinnar.

 • 26.11.2018

  Hrafnaþing: Vatnajökulsþjóðgarður á krossgötum

  Hrafnaþing: Vatnajökulsþjóðgarður á krossgötum

  Dettifoss í Jökulsá á Fjöllum í Vatnajökulsþjóðgarði

  26.11.2018

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn 28. nóvember kl. 15:15–16:00. Magnús Guðmundsson framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs flytur erindið „Vatnajökulsþjóðgarður á krossgötum“.

 • 16.11.2018

  Ný bók um mosa á Íslandi

  Ný bók um mosa á Íslandi

  Gróhirslur svarðmosa í Reykhólasveit

  16.11.2018

  Nýlega kom út bókin bókin „Mosar á Íslandi“ eftir Ágúst H. Bjarnason plöntuvistfræðing. Í henni er blaðmosum, flatmosum og hornmosum lýst í máli og myndum. Útgefandi er höfundur sjálfur.

 • 13.11.2018

  Surtsey 55 ára

  Surtsey 55 ára

  Landsýn úr Svartagili í Surtsey til Vestmannaeyja

  13.11.2018

  Surtsey á 55 ára afmæli á morgun, miðvikudaginn 14. nóvember, en þann dag árið 1963 hófst neðansjávareldgos við Vestmannaeyjar og eyjan varð til. Gosið stóð í rúmt þrjú og hálft ár og er það með lengstu eldgosum sem þekkt eru hér á landi.

 • 13.11.2018

  Hrafnaþing: Þéttleikabreytingar algengra fjöruhryggleysingja á Suðvesturlandi

  Hrafnaþing: Þéttleikabreytingar algengra fjöruhryggleysingja á Suðvesturlandi

  Þangdoppa (Littorina obtusata) á klóþangi (Ascophyllum nodosum)

  13.11.2018

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið á morgun, miðvikudaginn, 14. nóvember kl. 15:15–16:00. Sunna Björk Ragnarsdóttir sjávarlíffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Þéttleikabreytingar algengra fjöruhryggleysingja á Suðvesturlandi“.

 • 09.11.2018

  Flóra Íslands

  Flóra Íslands

  Bókarkápa Flóru Íslands

  09.11.2018

  Út er komin bókin „Flóra Íslands – blómplöntur og byrkningar“ eftir Hörð Kristinsson, Jón Baldur Hlíðberg og Þóru Ellen Þórhallsdóttur. Bókin er unnin í samstarfi við Náttúrufræðistofnun Íslands og gefin út af Vöku-Helgafelli.

 • 30.10.2018

  Vegna ráðgjafar Náttúrufræðistofnunar Íslands um rjúpnaveiði 2018

  Vegna ráðgjafar Náttúrufræðistofnunar Íslands um rjúpnaveiði 2018

  Rjúpa, ársgamall kvenfugl á flugi. S-Þing, 10. maí 2017

  30.10.2018

  Náttúrufræðistofnun Íslands biður samstarfshóp um ástand rjúpnastofnsins afsökunar á mistökum sem urðu á kynningu á veiðiráðgjöf þetta haustið. Eftir fund hópsins í september síðastliðnum var sú ákvörðun tekin hjá stofnuninni að nota breyttar forsendur við framreikninga á stofnstærð rjúpunnar miðað við hvað gert hefur fram til þessa. Fyrir fórst að kynna samráðshópnum þessi breyttu rök. Náttúrufræðistofnun Íslands harmar þessi mistök og óskar eftir áframhaldandi góðu samstarfi um greiningu á ástandi rjúpnastofnsins.

 • 29.10.2018

  Hrafnaþing: 100 ára friðun birkiskóga á Þórsmerkursvæðinu

  Hrafnaþing: 100 ára friðun birkiskóga á Þórsmerkursvæðinu

  Þórsmörk

  29.10.2018

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 31. október kl. 15:15–16:00. Hreinn Óskarsson skógfræðingur hjá Skógræktinni flytur erindið „100 ára friðun birkiskóga á Þórsmerkursvæðinu“.

  Í erindinu verður fjallað um útbreiðslu birkiskóga á Þórsmerkursvæðinu, uppgræðsluaðgerðir og sögu beitarfriðunar á svæðinu.

 • 15.10.2018

  Nýir válistar plantna, spendýra og fugla

  Nýir válistar plantna, spendýra og fugla

  Landselur við Surtsey

  15.10.2018

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur birt nýja válista plantna, spendýra og fugla. Þetta er í fyrsta sinn sem válisti spendýra er unninn hér á landi.

 • 12.10.2018

  Tillögur um rjúpnaveiði 2018

  Tillögur um rjúpnaveiði 2018

  Rjúpa, fullorðinn kvenfugl, á Tjörnesi

  12.10.2018

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur metið veiðiþol rjúpnastofnsins 2018. Niðurstöðurnar voru kynntar umhverfis- og auðlindaráðherra í bréfi þann 13. september sl. Ráðlögð rjúpnaveiði í haust er um 67 þúsund fuglar, en hún var á síðasta ári 57 þúsund fuglar. Stofnunin leggur áherslu á að hvergi verði slakað á í þeirri viðleitni að draga sem mest úr heildarafföllum rjúpunnar.

 • 11.10.2018

  Ný skýrsla um langtímaáhrif alaskalúpínu á gróður og jarðveg á Íslandi

  Ný skýrsla um langtímaáhrif alaskalúpínu á gróður og jarðveg á Íslandi

  Lúpína og skógarkerfill

  11.10.2018

  Í nýútkominni skýrslu Náttúrufræðistofnunar Íslands er greint frá niðurstöðum rannsókna á framvindu gróðurs á svæðum á suður- og norðurhluta landsins, þar sem alaskalúpína hafði vaxið og breiðst út um áratuga skeið. Á rannsóknasvæðum á Suðurlandi komu fram skýr merki um hörfun lúpínu á meðan merki um slíkt voru ekki eins skýr norðanlands. Alaskalúpína hefur breiðst mjög út á friðuðum svæðum um allt land á undanförnum áratugum.

 • 09.10.2018

  Samantekt frjómælinga sumarið 2018

  Samantekt frjómælinga sumarið 2018

  Haustlitir í Vífilsstaðahrauni, séð í átt að Vífilsstöðum

  09.10.2018

  Tekið hefur verið saman yfirlit yfir frjómælingar í Garðabæ og á Akureyri sumarið 2018. Í Garðabæ var heildarfjöldi frjókorna langt undir meðaltali en á Akureyri voru frjókorn töluvert fleiri en í meðalári.

 • 03.10.2018

  Gróður á norðurslóðum tekur örum breytingum með hlýnandi loftslagi

  Gróður á norðurslóðum tekur örum breytingum með hlýnandi loftslagi

  Sigþrúður Jónsdóttir, starfsmaður Landgræðslunnar, við úttekt á hagareit í Árnessýslu 2015

  03.10.2018

  Hlýnandi loftslag gerir hávöxnum tegundum kleift að nema land á heimskautasvæðum og háfjallatúndrum, auk þess sem gróður sem var þar fyrir nær meiri hæð en áður. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri grein eftir 130 líffræðinga sem birt er í tímaritinu Nature.

 • 02.10.2018

  Vel heppnuð Vísindavaka að baki

  Vel heppnuð Vísindavaka að baki

  Vísindavaka 2018 – Íslenski refurinn

  02.10.2018

  Vísindavaka Rannís var haldin í Laugardalshöll síðastliðinn föstudag, 28. september. Þar gafst gestum kostur á að kynnast vísindum á lifandi og gagnvirkan þátt.

 • 26.09.2018

  Íslenski refurinn á Vísindavöku Rannís

  Íslenski refurinn á Vísindavöku Rannís

  Refur á Hornströndum

  26.09.2018

  Vísindavaka 2018 verður haldin í Laugardalshöllinni, föstudaginn 28. september. Náttúrufræðistofnun Íslands tekur þátt með kynningu á íslenska refnum og rannsóknum á stofni hans.

 • 14.09.2018

  Dagur íslenskrar náttúru

  Dagur íslenskrar náttúru

  Hrafn (Corvus corax)

  14.09.2018

  Á sunnudaginn 16. september er dagur íslenskrar náttúru. Náttúrufræðistofnun Íslands og IKEA ætla að fagna deginum saman með því að bjóða upp á myndasýningu í anddyri verslunarinnar á meðan opnunartíma stendur.

 • 06.09.2018

  Frjómælingar í ágúst 2018

  Frjómælingar í ágúst 2018

  Háliðagras á Akureyri

  06.09.2018

  Í ágúst var fjöldi frjókorna á Akureyri hátt yfir meðallagi og í Garðabæ var hann aðeins meiri en í meðalári. Nú fer frjótíma senn að ljúka en þó má gera ráð fyrir að grasfrjóa verði vart á góðviðrisdögum í september.

 • 10.08.2018

  Frjómælingar í júlí

  Frjómælingar í júlí

  Vallarfoxgras (Phleum pratense)

  10.08.2018

  Júlí var sólarlítill og kaldari en í meðalári á höfuðborgarsvæðinu og var heildarfjöldi frjókorna því frekar lítill. Á Akureyri voru frjótölur í júlí nálægt meðaltali fyrri ára. 

 • 31.07.2018

  Leiðangur líffræðinga í Surtsey

  Leiðangur líffræðinga í Surtsey

  surtsey-2018-eo.jpg

  31.07.2018

  Tegundafjöldi æðplantna hefur haldist nokkuð stöðugur síðustu ár í Surtsey eða um og yfir 60 tegundir en gróðurinn er almennt þroskamikill þetta sumarið vegna ríkjandi og langvarandi úrkomutíðar. Máfavarpi hefur heldur hnignað í eynni en varp fýla er með eðlilegu móti. Agnarsmá skrautleg flugutegund af frittfluguætt sem fannst á síðasta ári ný fyrir Surtsey og Ísland líka fannst nú aftur og í meiri fjölda.

 • 13.07.2018

  Náttúrufyrirbæri sem njóta sérstakrar verndar í kortasjá

  Náttúrufyrirbæri sem njóta sérstakrar verndar í kortasjá

  Skjáskot af kortasjá yfir tiltekin náttúrufyrirbæri sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt lögum um náttúruvernd

  13.07.2018

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur opnað nýja kortasjá þar sem sýnd eru tiltekin náttúrufyrirbæri sem njóta sérstakrar verndar samkvæmt 61. grein laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Uppfærð útgáfa kortasjárinnar verður tilbúin haustið 2018 og þá verða landupplýsingagögn gerð aðgengileg til niðurhals.

 • 06.07.2018

  Frjómælingar í júní

  Frjómælingar í júní

  Háliðagras

  06.07.2018

  Á Akureyri mældist fjöldi frjókorna í júní yfir meðallagi en í Garðabæ mældust mjög fá frjókorn. Á báðum stöðum er frjótíma birkis lokið en aðalfrjótími grasa er framundan í júlí og ágúst.

 • 29.06.2018

  Fimm græn skref

  Fimm græn skref

  Afhending viðurkenningar fyrir fimm græn skref

  29.06.2018

  Náttúrufræðistofnun Íslands í Garðabæ hefur staðist úttekt á öllum fimm Grænum skrefum í ríkisrekstri og hefur hlotið viðurkenningu þess efnis. Stofnunin er ein af þremur stofnunum sem hafa lokið þessum áfanga.

 • 11.06.2018

  Ný smádýr nema landið

  Ný smádýr nema landið

  Toppagullmölur (Phyllonorycter emberizaepenellus) á blátoppi í Fossvogsdal 5. júní 2018

  11.06.2018

  Reglulega finnast hér á landi smádýr sem ekki hafa sést hér áður. Þróun veðurfars undanfarið hefur leitt til breytinga á smádýralífi landsins. Sem dæmi má nefna að ýmsum áður fágætum, en líkast til gamalgrónum tegundum, hefur fjölgað og þær því komið í leitir. Breytt veðurfar hefur einnig skapað möguleika fyrir ýmis smádýr sem hingað slæðast til að setjast að. Sum smádýr berast hingað fyrir eigið tilstilli en mun algengara þó er að þau fylgi innfluttum varningi.

 • 07.06.2018

  Frjómælingar í apríl og maí

  Frjómælingar í apríl og maí

  Birkireklar - Betula pubescens

  07.06.2018

  Frjómælingar hafa staðið yfir á Akureyri og í Garðabæ síðan í mars. Á Akureyri var óvenju mikið af frjókornum í lofti í maí en í Garðabæ hafði mikil úrkoma þau áhrif að birkifrjó voru langt undir meðallagi.

 • 31.05.2018

  Rjúpnatalningar 2018

  Rjúpnatalningar 2018

  Rjúpa, ungur kvenfugl, í Aðaldal vorið 2018

  31.05.2018

  Rjúpnatalningum á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands vorið 2018 er lokið. Mikil fjölgun rjúpna var alls staðar nema á Suðurlandi, Suðausturlandi og Austurlandi. Miðað við ástand stofnsins frá síðustu aldamótum er rjúpnafjöldinn í ár í meðallagi eða yfir meðallagi í öllum landshlutum.

 • 04.05.2018

  Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi

  Loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á Íslandi

  Teista í Breiðafirði

  04.05.2018

  Ný skýrsla um loftslagstengdar breytingar á náttúru og samfélagi á Íslandi var kynnt á Veðurstofu Íslands í gær, 3. maí. Skýrslan mun nýtast stjórnvöldum, meðal annars við fræðslu, vöktun og aðlögun að loftslagsbreytingum.

 • 03.05.2018

  Selalátur við strendur Íslands

  Selalátur við strendur Íslands

  Landselir í Ísafjarðardjúpi

  03.05.2018

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur gefið út ritið Selalátur við strendur Íslands og birt kortasjá þar sem gerð er grein fyrir útbreiðslu og umfangi selalátra.

 • 23.04.2018

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands og útgáfa ársskýrslu

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands og útgáfa ársskýrslu

  Afhending heiðursviðurkenningar Náttúrufræðistofnunar Íslands 2018

  23.04.2018

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar var haldinn í 25. sinn miðvikudaginn 18. apríl síðastliðinn á Hótel Reykjavík Natura. Á honum voru flutt ávörp og erindi um verkefni sem unnið hefur verið að á stofnuninni.

 • 23.04.2018

  Hrafnaþing: Jarðhiti og jarðarauðlindir

  Hrafnaþing: Jarðhiti og jarðarauðlindir

  23.04.2018

  Stefán Arnórsson, prófessor emeritus í jarðefnafræði flytur erindi á Hrafnaþingi, í samvinnu við Landvernd, miðvikudaginn 25. apríl kl. 15:15.

 • 16.04.2018

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2018

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands 2018

  16.04.2018

  Ársfundur Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldinn á Hótel Reykjavík Natura, miðvikudaginn 18. apríl kl. 9:30–12:00.

 • 16.04.2018

  Frjókorn byrja að mælast í lofti

  Frjókorn byrja að mælast í lofti

  Karlreklar elris

  16.04.2018

  Frjómælingar eru hafnar í Garðabæ og á Akureyri og munu þær standa út september. Hægt er að fylgjast með mælingum á birki og grasfrjóum á vef Náttúrufræðistofnunar Íslands en þær er gott að nota sem viðmið um hvenær blómgun þessara tegunda er byrjuð eða vel á veg komin.

 • 27.03.2018

  Afkoma jökla á Tröllaskaga neikvæð jökulárið 2016–2017

  Afkoma jökla á Tröllaskaga neikvæð jökulárið 2016–2017

  Teigarjökull og Búrfellsjökull á Tröllaskaga

  27.03.2018

  Ársafkoma jökla á Tröllaskaga var neikvæð jökulárið 2016–2017. Ástæðan er einkum hlýtt sumar og haust árið 2017 og lítil vetrarákoma á jöklana.

 • 26.03.2018

  Áhrif fjölmiðla á aðgerðir til dýraverndar

  Áhrif fjölmiðla á aðgerðir til dýraverndar

  Jaws

  26.03.2018

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 28. mars kl. 15:15–16:00. Rakel Dawn Hanson dýrafræðingur í starfsnámi hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Áhrif fjölmiðla á aðgerðir til dýraverndar“.

 • 20.03.2018

  Fuglamerkingar 2017

  Fuglamerkingar 2017

  Skógarþröstur

  20.03.2018

  Árið 2017 voru alls merktir 21.463 fuglar af 85 tegundum hér á landi. Er þetta metfjöldi merktra fugla á einu ári. Mest var merkt af auðnutittlingi en næstmest af skógarþresti.

 • 13.03.2018

  Vistgerðir birkiskóga

  Vistgerðir birkiskóga

  Kjarrskógavist í Aðaldalshrauni í Suður-Þingeyjarsýslu

  13.03.2018

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 14. mars kl. 15:15–16:00. Borgþór Magnússon plöntuvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Vistgerðir birkiskóga“.

 • 13.03.2018

  Náttúrufræðistofnun nýtur áfram trausts meðal landsmanna

  Náttúrufræðistofnun nýtur áfram trausts meðal landsmanna

  fg-a_5-alft_eo.jpg

  13.03.2018

  Landsmenn bera áfram mikið traust til Náttúrufræðistofnunar Íslands samkvæmt könnun Capacent sem gerð var í febrúar síðastliðnum. Samkvæmt henni nýtur stofnunin mikils trausts 60% landsmanna.

 • 05.03.2018

  Laus störf hjá Náttúrufræðistofnun Íslands

  Laus störf hjá Náttúrufræðistofnun Íslands

  kraeklingaoseyri-3.jpg

  05.03.2018

  Náttúrufræðistofnun Íslands óskar eftir að ráða starfsmenn í þrjár lausar stöður. Um er að ræða fullt starf í öllum tilvikum. Umsóknafrestur er til 15. mars 2018.

 • 23.02.2018

  Stofnbreytingar og heilbrigði rjúpu á Hrafnaþingi

  Stofnbreytingar og heilbrigði rjúpu á Hrafnaþingi

  Rjúpa, fullorðinn kvenfugl

  23.02.2018

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 28. febrúar kl. 15:15–16:00. Ólafur K. Nielsen vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Stofnbreytingar rjúpu og heilbrigði“.

 • 15.02.2018

  Særður fálki reyndist vera skotinn

  Særður fálki reyndist vera skotinn

  Særður fálki í haldi að Hnjúki í Vatnsdal 12. febrúar 2018

  15.02.2018

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur hlúð að fálka sem fangaður var í Vatnsdal fyrr í vikunni. Fuglinn var særður og gat ekki flogið og við skoðun kom í ljós að hann hafði orðið fyrir haglaskoti. Hann hefur nú verið fluttur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum til frekari aðhlynningar

 • 10.02.2018

  Hrafnaþing: Blái herinn

  Hrafnaþing: Blái herinn

  Trukkur Bláa hersins

  10.02.2018

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 14. febrúar kl. 15:15–16:00. Tómas J. Knútsson formaður umhverfissamtakanna Bláa hersins flytur erindið „Blái herinn“.

 • 05.02.2018

  Umhverfis- og auðlindaráðherra í heimsókn

  Umhverfis- og auðlindaráðherra í heimsókn

  Umhverfis- og auðlindaráðherra í heimsókn hjá Náttúrufræðistofnun Íslands 2. febrúar 2018

  05.02.2018

  Nýr umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, heimsótti Náttúrufræðistofnun Íslands síðastliðinn föstudag í þeim tilgangi að kynna sér hlutverk og starfsemi stofnunarinnar og hitta starfsfólk. Með ráðherra í för voru aðstoðarmenn hans, ráðuneytisstjóri, skrifstofustjóri skrifstofu landgæða hjá ráðuneytinu og upplýsingafulltrúi.

 • 02.02.2018

  Tilnefning Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá

  Tilnefning Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá

  Hveradalur í Kverkfjöllum í ágúst 2007

  02.02.2018

  Tilnefning Íslands um að Vatnajökulsþjóðgarður og hluti gosbeltisins verði tekinn inn á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna hefur verið afhent á skrifstofu UNESCO í París. Í tilnefningunni er áhersla lögð á rekbeltið, heita reitinn undir landinu og eldstöðvakerfi í gosbeltunum ásamt samspili elds og íss sem einstakt er talið á heimsvísu.

 • 31.01.2018

  Elsti haförn landsins frjáls á ný eftir þrifabað og hvíldarinnlögn

  Elsti haförn landsins frjáls á ný eftir þrifabað og hvíldarinnlögn

  Elsti haförn landsins þveginn

  31.01.2018

  Örninn sem fangaður var í Miðfirði síðastliðna helgi var sleppt þar í morgun. Hann hefur undanfarna daga verið í aðhlynningu hjá Náttúrufræðistofnun Íslands.

 • 29.01.2018

  Hrafnaþing: Endurheimt votlendis hjá Landgræðslunni

  Hrafnaþing: Endurheimt votlendis hjá Landgræðslunni

  Bláin norðan Borgargarðsvatns við Djúpavog

  29.01.2018

  Í tilefni af alþjóðlegum degi votlendis, sem er 2. febrúar, boðar Náttúrufræðistofnun Íslands, í samvinnu við Landgræðsluna og Fuglavernd, til Hrafnaþings miðvikudaginn 31. janúar þar sem Sunna Áskelsdóttir héraðsfulltrúi Landgræðslu ríkisins á Hvanneyri fjallar um endurheimt votlendis.

 • 26.01.2018

  Refastofninn stendur í stað

  Refastofninn stendur í stað

  Mórauð tófa að vetrarlagi. Í Jökulfjörðum.

  26.01.2018

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur lokið við að meta stærð íslenska refastofnsins til ársins 2015. Samkvæmt því var fjöldi refa haustið 2015 að lágmarki 7.000 dýr. Niðurstöðurnar styðja eldra mat frá árinu 2014 sem sýndi fram á mikla fækkun í stofninum eftir 2008.