Hrafnaþing: Endurheimt votlendis hjá Landgræðslunni
29.01.2018

Bláin norðan Borgargarðsvatns við Djúpavog. Endurheimt 2016–2017 í samvinnu við Djúpavogshrepp. Myndin er tekin október 2017.
Í tilefni af alþjóðlegum degi votlendis, sem er 2. febrúar, boðar Náttúrufræðistofnun Íslands, í samvinnu við Landgræðsluna og Fuglavernd, til Hrafnaþings miðvikudaginn 31. janúar þar sem Sunna Áskelsdóttir héraðsfulltrúi Landgræðslu ríkisins á Hvanneyri fjallar um endurheimt votlendis.
Í erindinu verður fjallað um endurheimt votlendis hér á landi og aðkomu Landgræðslu ríkisins að þeim málum.
Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð. Það hefst kl. 15:15 og lýkur kl. 16:00.
Allir velkomnir!