Fréttir

 • 23.02.2018

  Stofnbreytingar og heilbrigði rjúpu á Hrafnaþingi

  Stofnbreytingar og heilbrigði rjúpu á Hrafnaþingi

  Rjúpa, fullorðinn kvenfugl

  23.02.2018

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 28. febrúar kl. 15:15–16:00. Ólafur K. Nielsen vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Stofnbreytingar rjúpu og heilbrigði“.

 • 15.02.2018

  Særður fálki reyndist vera skotinn

  Særður fálki reyndist vera skotinn

  Særður fálki í haldi að Hnjúki í Vatnsdal 12. febrúar 2018

  15.02.2018

  Náttúrufræðistofnun Íslands hefur hlúð að fálka sem fangaður var í Vatnsdal fyrr í vikunni. Fuglinn var særður og gat ekki flogið og við skoðun kom í ljós að hann hafði orðið fyrir haglaskoti. Hann hefur nú verið fluttur í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum til frekari aðhlynningar

 • 10.02.2018

  Hrafnaþing: Blái herinn

  Hrafnaþing: Blái herinn

  Trukkur Bláa hersins

  10.02.2018

  Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 14. febrúar kl. 15:15–16:00. Tómas J. Knútsson formaður umhverfissamtakanna Bláa hersins flytur erindið „Blái herinn“.

 • 05.02.2018

  Umhverfis- og auðlindaráðherra í heimsókn

  Umhverfis- og auðlindaráðherra í heimsókn

  Umhverfis- og auðlindaráðherra í heimsókn hjá Náttúrufræðistofnun Íslands 2. febrúar 2018

  05.02.2018

  Nýr umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, heimsótti Náttúrufræðistofnun Íslands síðastliðinn föstudag í þeim tilgangi að kynna sér hlutverk og starfsemi stofnunarinnar og hitta starfsfólk. Með ráðherra í för voru aðstoðarmenn hans, ráðuneytisstjóri, skrifstofustjóri skrifstofu landgæða hjá ráðuneytinu og upplýsingafulltrúi.

 • 02.02.2018

  Tilnefning Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá

  Tilnefning Vatnajökulsþjóðgarðs á heimsminjaskrá

  Hveradalur í Kverkfjöllum í ágúst 2007

  02.02.2018

  Tilnefning Íslands um að Vatnajökulsþjóðgarður og hluti gosbeltisins verði tekinn inn á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna hefur verið afhent á skrifstofu UNESCO í París. Í tilnefningunni er áhersla lögð á rekbeltið, heita reitinn undir landinu og eldstöðvakerfi í gosbeltunum ásamt samspili elds og íss sem einstakt er talið á heimsvísu.