Stofnbreytingar og heilbrigði rjúpu á Hrafnaþingi
23.02.2018

Rjúpa. Fullorðinn kvenfugl.
Hrafnaþing Náttúrufræðistofnunar Íslands verður haldið miðvikudaginn, 28. febrúar kl. 15:15–16:00. Ólafur K. Nielsen vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands flytur erindið „Stofnbreytingar rjúpu og heilbrigði“.
Í fyrirlestrinum fjallar Ólafur um rannsóknir á stofnbreytingum og heilbrigði rjúpunnar.
Hrafnaþing er haldið í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6–8 í Garðabæ, í Krummasölum á 3. hæð. Því er jafnframt streymt á YouTube rás stofnunarinnar.